Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 28
28
eptir að vita, hvað er það hreifandi í sálinni, hvort
það er einhver partur hennar, að stærð eða hugsun,
eða oll sAlin, og sé það einstakur partur hennar,
hvort það er þá eitthvað sérstakt auk þess, sera
vant er að eigna henni, og nefnt hefur verið, eður
eitthvað af þessu. Kemst maður þegar í vanda,
hvernin og hvað raarga á að kalla parta sálarinnar.
Að vissu leyti virðast þeir vera ótal, og eigi aðeins
þeir, sem sumir tilgreina, sem sé hið hugsanda, hið
kappsfulla (viljinn) og hið girnanda, og aðrir greina í
hið skynsama og hið skynsemislausa. Því eptir þeim
mismunum, sem þeir fara eptir í þessari aðgrein-
ínsu, virðasl einnig vrra aðrir sálarpartar, sem
stærra millíbil er á milli, en milli þeirra, sem nefnd-
ir voru, sem sé næríngar og uppvaxtarkrapturinn
(to ffpsTCTixóv), sem einnig er jurtum og jarðarávext-
um gefinu, og hið skynjanda, sem valla verður tal-
ið hvorki með hinu skynsama né hinu skynsemis-
lausa. Þá er hugarburðurinn, imindunin, sem að eðli
sínu er annað en allt hitt, og erfitt verður að finna
stað fyrir, og greina, hverju það er samt eöa ósamt,
þegar larið er að skipta sáliuni í sérstaka parta.
Enn er hið eptirlanganda, tiihneigjanlega, (o’poxTtxov),
sera bæði að hugsun og eðli virðist ólíkt ellu hinu.
Enda er fjarstætt að búta sálina svona niður. Því
bæði finnst viljinn í því skynsama, og girnd ogkapp
í því óskynsama; og sé sálin þrískipt, þá finnst ept-
irlöngun, tilhneigíng í ollum þretn portum. En —
hvað er það þá, sem hreifir skepnuna úr og í stað?
Augljóst er það, að eigi er það nœringarkrapturinn,
senr hreifir aðeins vaxtar og viðgangshreifínguna.
Því staðarhreifingin er ávallt vegna einhvers, og
jafnan er henni ímindun eða löngun samfara. Ekk-
ert hreifir sig nema það lángi til einhvers, eða flýi