Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 173
173
fallinn. Skal hann í þessu efni fylgja þeim ákvörðunum
stjórnarinnar, sem fylgt hefur verið síðan 1695, og
ásamt fulltrúa amtmanns rita nafn sitt undir veit-
ingabréfin, en þau skulu síðan tafarlaust send utan
til staðfestingar. — 10. gr. A ári hverju skal hann
með siðustu skipum senda mér itarlega skýrslu um
ástand landsins, svo mér sé það kunnugt og ljóst ef
á þyrfti ad halda. — 12. gr. Hann skal ásamt full-
trúa amtmanns hata tilhlýðilegt eftirlit með þvi, að'
kirkjum konungs sé haldið við af þeim, er það ber,
og að gjörð séu skýr reikningsskil fyrir tekjum og
útgjöldum allra slikra kirkna og klaustra. — 15. gr.
Hann skal og ásamt fulltrúa amtmanns hafa ná-
kvæmt eftirlit með því, að allir þeir menn, er em-
bættum gegna þar í landi, fylgi nákvæmlega í öllum
greinum þeim reglugjörðum, er þeim er fyrirskipað.
— 16. gr. Að því er snertir bænarskrár þær, er
landsmenn kunna að vilja senda til konungs, þá skal
því svo fyrir komið, sem hér segir: Allir þeir, er
bænarskrár vilja senda, hvort þeir heldur eru andlegrar
eða veraldlegrar stéttar, skulu fela sýslumanni sinum
á hendur (svo framarlega sem þeir ekki sjálfir koma
til alþingis) að afhenda honum eða fulltrúa amtmanns
þær á alþingi. Skulu fulltrúarnir síðan leita sér
upplýsinga um hverja bænarskrá fyrir sig, og séu
þær andlegrar stéttar mönnum viðkomandi, skal
biskupinn rita á þær athugun sina, en að því búnu
skulu fulltrúarnir senda mér skýrslu um bænar-
skrárnar og gera stuttlega grein fyrir innihaldi þeirra
hverrar fyrir sig og láta fylgja athuganir sínar.
Engin bænarskrá, frá hverjum svo sem hún er, má
liggja óafgreidd þar í landi, og því síður má láta
hennar ógetið í skýrslunni, heldur skulu þær allar
sendar ásamt 2 skýrslum, annari til amtmanns og