Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 14
14
það óþekkjanlega óháða (absoluta), sem eigi hafi
nein viðskipti við hið háða (relativa) (eða afskifti at
þvi?). Til hvers væri það þá! En — þvi er eigi
svo varið, enda er það eigi hugsunarrétt; því hið
háða getur eigi hugsast án þess óháða, og meira að
segja hið óháða eigi, án þess eitthvað annað sé þvi
háð; hvort miðast þvi við annað, og að svo miklu
leyti er hið óháða einnig »relativt«; allar tilmiðanir
stafa frá þvi, sem sinni fyrstu uppsprettu, og hið
»absoluta« hefur einmitt þau viðskipti við og af-
skipti af því »relatíva«, sem duga; þvi án þess væri
það háða eigi og gæti eigi verið til. Hið óháða er
einingin, talan, sem gefur núllunum er á eptir koma
gildi. Og þetta er meining Aristotelesar með að
kalla það hið fyrsta hreifanda, en engin afskipti
geta verið meiri enn þau, að koma ollu, alheimin-
urn, í andlegan og likamlegan máta á gáng, og
halda honum við á þessari rás, svo hann hvorki
standi kyrr, né forgángi.
Það er fullkunnugt, að fornir heimspekingar
voru til löngu á uudan Kant og Schopenhauer (að
sumu leyti), sem staðfestu, að vér gætum ekkert
vitað um hlutanna sanna eðli, das Ding an sich;
ba*ði Herakleitos og Kratylos fóru þvi fram, að vér
aðeins skynjum, það sem er á yfirborði hlutanna,
það sem skilníngarvitin, eða vitin segja oss, en þau
segja sitt hvorum og sitt í hvert sinn um sama hlut-
inn; um hið stoðuga, hið óbrevtilega í hlutunum vit-
um vér því ekkert; Herakleitos neitaði að magulegt
væri, að fara optar enn einusinni yfir sömu ána,
því straumurinn mindaði jafnóðum nýtt vatn og nýj-
ar nldur, en Kratylos fór ennþá lengra, hann kvað
það vera ómogulegt, af semu ástæðu, að fara einu
sinni yfir somu ána, og uppá síðkastið hætti hann