Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 162
162
þörf. Þaö mun í engu landi, þar sem annars er gjört
tiltölulega svo mikið að jarðabótum sem hér, vera
jafnlitið gjört að þvi að losa og undirbúa jarðveg-
inn. Ef rétt væri, þá þyrftum vér að gjöra það
meira en aðrar þjóðir, vegna þess vér höfum svo
lftinn sumarhita. Vér þurfum að gjöra allt það,
sem vér getum, til þess að greiða fyrir efnaummynd-
un í jarðveginum, og það gjörum vér mest með því að
róta honum og losa hann, einnig með þvi að leiða
vatn burt þaðan, sem ofmikið er af þvi, og í þriðja
lagi, með þvi að bera kalk á, þar sem jörðin er fá-
tœk af því.
Vert væri að reyna að plægja grasrótina nið-
ur, herfa og valta vel, bera þar í áburð og láta
svo vaxa af sjálfu sér. Vér þurfum að komast upp
á að nota plóg meira en vér gjörum. A síðari ár-
um hefir mönnum gefist betri kostur á því en fyr,
nefnilega sfðan skólastjóri Torfi Bjarnason fór að
búa þá til og selja, því hans plógar eru iéttari og
betri en þeir, sem áður hafa verið notaðir hér á
landi. Það er svo mikið undir því komið, að verk-
færin sé góð, að vel væri gjörandi að kaupa létta
og góða plóga frá útlöndum, til þess að mönnum
gefist kostur á að bera þá saman við þá, sem hér
eru dú. Eg hefi áður, f ísafold, bent á plóginn
•oOriginal nr. 4.«, sem fæst hjá A. Jakobsen, Plovfa-
briken Fraugde pr. Marslev Danmark; kostar hann
36 kr. Lausa skera getur maður keypt fyrir 2,50
kr. hvern, er gott að hafa þá til vara. Fyrir
plógnum er oft hafður einn hestur og sumir plægja
með kúm, og hafa þá tvær fyrir. Sumstaðar á Jót-
landi sá eg menn hafa kýr fyrir plógi, og það þótt
þær væru með stórum júfrum, og sumir fátæklingar
láta hest og kú ganga saman fyrir plógi og vögn-