Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 39
39
að hinir ríku eru fáir, en hinir fátæku margir, en
allir eiga þátt í frelsinu. Þvi metast hvorirtveggju
um stjórnveldið. — Opt hefur það verið vítt i frjáls-
borgara stjórninni og lýðveldinu, að mörg af þeim
helztu völdum (t. d. ábyrgðarframkvæmdin og kosn-
ing hinna æztu embættismanna) eru í höndum lýðs-
ins, þarsem hver maður fyrir sig greiðir miklu minna
til opinberra þarfa, heldur en hinir kosnu embættis-
menn, ennfremur að dómsvaldið, og ályktarvaldið í
áriðandi opinberum málefnum er hjá lýðnum, þó
hver einstakur dómari eða þingmaður standi eða
kunni að standa þeim langt á baki, sem hann á að
dæma, »en«, segir Aristoteles, »það er eigi dómnr-
inn, ráöherrann eður þmgmaðurinn, sem ræður,
heldur dómurinn, ráðið og lýðurinn, enda leggja
þau tilsamans meira til opinberra þarfa heldur
enn hinir æztu embættismenn; bætist þarvið, að
fjöldinn dæmir betur, enn hver einstakur. Enda er
honum eigi eins hætt við að honum verði mútað;
þeim eina eða þeim fáu dómurum er hættara við að
yfirbugast af reiði, eða annari geðshræríngu; það, sem
á ríður, er að lögin rdði, en yfirvaldið og dómurinn
engu oðru enn því, sem lögin ná eigi til, með þvi þau
geta eigi yfirgripið öll einstök tilfelli--011 vís-
indi og allar listir stefna að einhverjum góðum til-
gangi, og hver á sinn hátt til hins góða, stjórnar-
valdið stefnir að því pólitíska góða, því réttcísa«.—
En — þá útheimtist einnig jafnrétti og jafnvœgi.
Og þó t. d. framúrskarandi auðmenn geti orðið hættu-
legir hverju riki sem er, og þeir opt hafi verið
bældir og jafnvel gjörðir útlagir sökum jafnvægis-
ins, »þá ríður þó meira áaðjafna girndirnar, heldur
en eigurnar*. Allt um það hafa bæði einveidis- og
lýðveldisstjórnir fylgt þeirri bendíngu, sem Periander