Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 15
15
að tala, og benti aðeins með fingrunum, með þvi
ómogulegt væri að negjn neitt scitt. Til hvers eru
þá vitin, segir Aristoteles, ef þau ekki tjá neitt satt
og áreiðaulegt um hlutina og eðli þeirra? Hvers-
vegna sjáum vér þá einmiðt með augunum en eigi
fullt eins vel með nefinu, hversvegna heyrum vér
með eyrunum, en eigi líka með túngu og gómi, o.
s. frv. Hljóta eigi vitin að vera aðgreind, einogs
þau eru, sökum þess, að hverju þeirra er ætlað að
vera móttækilegt fvrir sín áhrif — og sonn áhrif
— þess, sem fyrir utan oss er, sjóninni tyrir hið
sýnilega, heyrninni fyrir hljómana, o. s. frv. Nú
er það dagsanna, að hlutirnir breytast og virðast
oðruvísi í dag, enn í gær, og oðruvísi þér enn mér.
»En — breytíng hlutanna á sér stað í stærð og
fjölda (to jco'ffov), en eigi í því hverskyns (~o icotov)
hluturinn er, og eptir því þekkjum vér allt«.-----------
En — fyrst hin eilifa skynsemi gaf skilníngarvit,
sem sjá, heyra o. s. frv. það sem utan að þeim
kemur, þá hlýtur hún að hafa gefið þau til þess þau
sjái o. s. frv. rétt. Þánkans er að finna hið
verulega.
Það er nú enginn hægðarleikur, að hafa rétt
eptir Aristoteles, hvað hann kallar veru (ouaía) og
hvað hið verulega í hlutunum (vo x'. vjv sfvat). Það
er svo að sjá, sem honum hafi fundist erfitt, að að-
greina jafnan þetta tvennt; er hann mjög lángorð-
ur um þetta efni, og ketnur opt aptur til þess 1
ýmsum ritum sínum, og ef hann í þessu eigi er
eins Ijós, einsog honum annars er tamt, þá kemur
það eigi af því, að hann gjöri sér eigi far um, að
skíra það fyllilega, heldur af því, að þetta tvennt,
vera, og ef svo má að orði kveða verulegleiki, á
stundum vill renna saman, þó það aptur á stund-