Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 126
126
ur svo langt út i Austursjónum, að eyjaloptsins gæt-
ir meira. Einkum vantar þó á Borgundarhólmi
hinn góða og frjósama jarðveg, sem Danmörk er
svo auðug af. Jarðvegurinn A Borgundarhólmi er
grýttari, leirinn er minni og landslagið líkist meir
því sem það er í Skandinavíu. Danir hafa sagt ad
Borgundarhólmur væri ekki sjálfbjarga með korn-
afla, og mun svo hafa verið, en á seinni árum, má
heita, að þar sé orðin mikil akuryrkja. Þeim, sem
fara um eyjuna að sumarlagi, mun finnast hún blóm-
leg, frjósamir akrar, grösugar engjar og hávaxin
tré hér og þar.
I kringum Gudhjem, sem er lítill bær á norð-
uiströndinni, er jarðvegur, eins og þar er víða,
grunnur og grýttur og klappir upp úr hingað og
þangað. Þar var fyrir 10—12 árum plantað trjám:
lævirkjatré (Larix europæa), greni og furu. Eru
þau plöntuð i raðir þannig, ad í annari hvorri er
fura og i hinum, á mis, greni og lævirkjatré. L»”
virkjatrén voru hæst og litu bezt út. Grenið var
hvítgreni og voru þau lægst. Það leit svo út sem
lævirkjatréu þyldu bezt hinn þurra jarðveg, því að
lengra inn í landinu, þar sem jarðvegur var votari,
var furan nærri því eins stór og fallega vaxin með
beinum stofni. í skóginum eru opin svæði hér og
þar, sem ætluð eru fyrir skemmtistaði. Næst bæn-
um voru plöntuð lauftré, mest álmur; voru þau
plöntuð þar vegna þess að barrtrén eru hættulegri
þegar eldsvoða ber að höndum; þau eru eldfim af
því að í þeim er talsvert af harpix. Beitilyng vex
þar mikið og er notað til eldkveikju; er það þá
höggvið upp, þar sem menn vilja að það spretti
aftur, þvf, væri það rifið, mundi það síður vaxa
á ný.