Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 83
83
A hauxtin vex hitinn niður á við (til 4 feta
dýpis), og á það jafnt við skóg sem bersvæði. 2
fyrstu fetin voru kaldari en 3. og 4. fetið. Munur-
inn á hita yfirborðsins og i 4 feta dýpi var á ber-
svæði 2,13° en i skógi 1,55°. Hitinn er því jafnari
í skógarjarðveginum. A haustin var jarðvegurinn
(0—4 fet) heitari en á vorin. Þessar tölur, er hjer
fara eptir, sýna hve miklu jarðvegurinn er heitari
en á vorin:
l/* fet 1 fet 2 fet 3 fet 4 fet
Bersvæði 0,74 1,62 2,88 3,88 4,45
Skógur 1,53 2,20 3,21 3,79 4,05
Skógarjarðvegurinn er kaldari en jarðvegur á ber-
svæði og munurinn var 1,22°, minnstur munur var
í */* fets dýpi en mestur í 4 feta dýpi. A haustin
eru áhrif skóganna á jarðvegshitann miklu minni
en á sumrin.
A vetrinn vex hitinn einnig niður á við. Mun-
ur á skógi og bersvæði er á vetrinn hvað jarðvegs-
hitann snertir nálega enginn.
Þessar tölur sýna hve miklu skógarjarðvegur-
inn er kaldari en jarðvegur á bersvæði.
vor sumar haust vetur
1,59« 3,21° 1,22« 0,02«
28°/o 24o/o I60/0 l°/o
Mismunur hinna hæstu hitastiga í skógarjörð og á
bersvæði var að meðaltali:
yfirborð »/* fet 1 fet 2 fet 3 fet 4 fet
5,75o 4,72 3,53 3,79 3,75 3,07
Þessar tölur sýna, að háu hitastigin eru lægri í
skógarjarðveginum en á bersvæði, og afleiðing þess
er, að jarðvegurinn getur betur haldist rakur, og er
það heppilegt fyrir plönturnar á sumrin. Hvað á-
ft*