Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 60
GO
að framan stoku sinnum reynt til að þýða smákafla
hér og hvar, til þess að bera eigi annað á borð fyr-
ir lesarann, en það sem Aristoteles sjálfur segir,
en af því hversu óhönduglega þetta hefur tekist get-
ur lesarinn ráðið, hversu fjarstætt það mundi vera,
að ætla að lesa hann vandlega á oðru máli, enn
frummálinu. A ýngri árum kynntist jeg honum ein-
göngu gegnum aðra, sérílagi af sögu heimspekinnar
eptir Hegel, og af þýðíngu Trendelenburgs á hugs-
unarfræði hans. En — þegar jeg á elliárunum tók
að lesa Aristoteles sjálfan, rankaði jeg valla við mér,
nema í hugsunarfræðinni, og það þó dauft og óljóst.
Gekk jeg þá úr skugga um það, sem mig lengi
hafði grunað, að útleggingar á oðrum eins höfundum
og Aristoteles mundu harla ónóirar; og komi sá tfmi,
sem sumir óska, að grísk túnga verði afnumin sem
fræðigrein í skólunum, þá er sú mentun, sem fólgin
er í Aristoteles, mannkyninu topuð, nema svo skyldi
fara, að þá yrðu, einsog í byrjun endurfæðingar
aldarinnar (renaixxance), einhverjir atbragðsmenn til
þess að draga klassisku málin og klassiska mentun
fram úr mvrkrinu. Þvi hver mundi eigi hafa orð-
ið afieiðíngin fyrir alla mentun í þeim nýja heimi,
hefði forsjónin eigi vakið upp í sjálfu miðaldamyrkr-
inu aðra eins menn og Petrarca, Dante, og hinn
lærða Scaliger fyrir skáldskap og bókfræði, en Mi-
chel Angelo Buonarotti og Rafael Sanzio (o. m. fl.)
fyrir málverk og mindasmíði? Og hvar var fyrir-
mind þessara afbragðsmanna? Hin klassiska forn-
öld. Petrarca reit og orkti margt á latinu, Dante
fékk Virgilius fyrir leiðtoga gegnum himin og hel-
víti, en Scaliger brá blæjunni af Aristoteles og Hippo-
krates. Og einsog þessir menn voktu fornoldina upp
í bókmenntunum, eins huifu Buonarotti og Sanzio tii