Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 73
73
sandjarðvegi, í klettajarðvegi, þótt jarðlagið ofan á
grjótinu sje mjög þunnt; en auk þess getur furan og
vaxið í mýrum. Furan er mjög nægjusamt trje og
líkist að því nokkuð beitilynginu. Hún er ljóstrje.
Þær greinar er verða að lifa í skugga verða því
skjótt blaðlausar og deyja. Blöðin sitja efst á grein-
unum og sitja þau á trjánum 3—4 ár. Gróður
finnst oft allmikill í skógarjarðveginum og breyti-
legur, en ávallt þyrkingsgróður. Hreindýra mosi og
aðrar fljettutegundir, blandað innan um lyng, finnast
oft í furuskógum. Stundum vaxa þar einirunnar,
bláberja-og aðal bláberjalyng, krækiberjalyng, sortu-
lyng, fjalldrapi o. fl. Greni vex og stundum i furu-
skóginum. Birki finnst einnig stundum í furuskógum
enda eru og bæði þessi trje jafnt ljósþurfar.
Fjallafuran (pinus montana). I Pyrenea fjöll-
unum og víðar eru fjallfuruskógar. En þegar dreg-
ur austur í álfuna verður hún pervisalegri og verður
þar að láta sjer na>gja vesta landið, því hin trjen
reka hana brott af góðu stöðunum. Fjallfuran er
skuggatrje, en þó meir ljósþurfi en grenið, og sök-
um skuggans verður undirgróðurinn fátæklegur. At-
hugavert er, að fjallfuran vex bæði 1 þurrum, ófrjó-
um hlíðum og líka í mýrlendi, en er þó oftast á
þessum stöðum kjarr.
Greniskógur. Grenið (picea excelsa) vcx sömu-
leiðis í margs konar jarðvegi, en er þó ekki eins
nægjusamt f því efni eins og furan. Grenið er
skuggatrje, og blöðin sitja á trjánum miklu lengur
en hjá furunni, 8—13 ár. Limkrónan hefur keilu-
löguti. Limkrónurnar eru mjög þjettar, og er því
myrkt í skóginum; gróðurinn miili trjánna er því
mjög fátæklegur, og enginn, þar sem allra dimmast er
i nema ef vern kann að einstaka mosategund hafi