Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 184
184
sem sinn bezta vin út úr tjaldinu aftur og á hest-
bak. En sem þráttnefndur biskup var á hestbak
kominn, reikaði hann svo mjög, að mér sýndist að
hann mundi af hestinum ætla að talla, hvar fyrir
visilögmaðurinn tók báðum höndum yfir um og und-
ir biskupsins brjóst og herðar, svo hann dytti ekki
af hestbaki, og hjálpaði svo vísilögmaðurinn honum
frá því falli. En á meðan vísilögmaðurinn svo
studdi bann, þá spýtti og spúði biskupinn miklu
vatni og óhreinindum frá sínu brjósti ofan á vísilög-
mannsins handlegg, og sá eg þá að greindur biskup
kastaði upp klýju úr munninum, sem féll ofan yfir
vísilögmanninn og upp á hans klæði. En á meðan
þetta skeði, þá settist biskupsins systurson, Sigurð-
ur Arnason, upp á lendina á biskupsins hesti á bak
við biskupinn til að styðja hann og halda honum
við á hestinum, hverjum þó biskupinn skömmu síð-
ar skipaði í burtu, þegar biskupinn rétti sig við.
Þetta allt passeraði1 og fram fór opinberlega og úti
á hólmanum í Öxará mittásettu landsþinginu 1713.
Dag 22. júlí 1713 að liðnu miðdegi kom biskupinn
enn aftur í visilögmannsins tjald, hvar hann þó áð-
ur sama dag verið hafði, og hélt hann þá vísilög-
manninum þar uppi nokkra stund með skrafi, og þó
téður vísilögmaður væri þá occuperaður með mesta
annríki við yfirréttarins administration, samt fékk
biskupinn hann til að ganga með sér upp í lög-
réttuna, hvar biskupinn præsenteraði sig2 íyrir rétt-
inum, svo sem hann og deginum áður gjört hafði,
og byrjaði þar sjáifur sem prócurator3 fyrir annan
1) Skeði.
2) Kom fram.
3) Málaflutningsmaður.