Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 6
6
eða málsgreinum (itpo-ráffS'.f) um hvernig spurníng-
unum sé varið og hrekur þær þvínæst hverja eptir
annari, þángað til sú verður ofan á, sem hann álít-
ur sanna og sannaða. Hjá honum vantar alveg
hinn skáldlega blæ Platons; allt er skarpt og hugs-
unarrétt, eða jafnvel hugsunarstrángt, en í því lík-
ist hann Platon að vera Ijós og greiuilegur, stund-
um heldur gagnorður, eu á stundum aptur nákvæm-
ur og langorður; kemur þetta vafalaust af fyrirlestr-
arforminu, er honum hefur þókt nauðsynlegt að út-
lista kenníngu sina útí æsar.
Þegar hann er búinn að sanna, »að allt sem í
náttúrunni sé, hljóti að hafa orsakir og upphöf*,
er það í ondverðu sé af runnið, og tilorðið sé eigi
af handahófi, heldur eins og hvað eina nefnist ept-
ir sinni sönnu veru, »er það«, segir hann, »ljóst að
allt verður til af undimtödunni (höfuðefninu) og
forminu* (Phys. I, 7, 9), »sem og er eðli (sst. II, 1,
12)«. En til þess að efnið fái form, útheimtist hið
hreifandn, og oll hreif'íng þaif á ef'sta stígi hið fyrsta
hreifanda, sein sjálfc er óhreifanlegt og óbreytan-
legt; með þvf hreifíngin að oðrutn kosti, eigi gæti
verið eilíf og í sífellu, en í sífellu, jöf'n og þétt þarf
hún að vera, til þess allt viðhaldist. Hver er nú
þessi fyrsti hreifandi kraptur? — Nú fer heiðínginn
Aristoteles að sanna guðs tilveru. Hann lætur sér
eigi, einsog Platon, nægja að sjá guð með því innra
auga, heldur knýr hugsunarháttur hans til, að sanna
tilveru hans. Og svo lesarinn, — ef nokkur verð-
ur — sjái Ijóslega sonnunar aðferð Aristotelis yfir-
höfuð, virðist réttast að hafa hér orðrétt eptir hon-
um, aðeins ineð nokkuð færri orðum: Allt sem skap
ast eða mindast verður til með þrennu móti, annað-
hvort sprettur það upp af sáðkorni, eggi, eða það