Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 11
11
(8u[i.á[ji.stf) og er að eins til með þeim, en síðar kem-
ur kappið, atorkan, fyr eða síðar, og hrindir því á-
fram að takmarkinu, tilgánginum, fullkomnuninni.
Á þessari leið skapast i tilverunni, bæði hinu líkam-
lega og andlega, nýir hæfilegleikar, sem einnig vilja
átram veg starfs og framfara og því verður alheim-
urinn óendanlegur, eins og hann var upphafslaus.
Eitt er aðeins sem frá 0ndverðu og eihfu starfar og
starfaði, og sem segja má um að atorkan hafi þar
verið til á undan hæfilegleikunum, getunni, — og
það er hin eilifa skynsemi. — í hverju tekur nú
framfara og breytíngakenníng hinna nýjustu heim-
spekinga, afvindan, Evolutionin, þessari fornu skoð-
un fram? Eigi skortir heldur dæmin hjá Aristoteles,
uppá hvernig hlutirnir, og einnig dýrakynin breyt-
ast eptir þörfum og ástæðum; menn lesi t. d. athuga-
semdir hans í dýrafræðinni um moldvorpuna og
augu hennar. »Náttúran gjörir ekkert ófyrirsynju«,
segir hann, og enginn limur, enginn likamspartur
er sá, sem eigi sé eitthvert lífsfæri, ætlað til ein-
hverra þarfa, eða að minnsta kosti til prýðis eins
og stélið á páfugliuum, en þarfirnar vaxa og jafn-
vel breytast eptir loptslagi og landslagi, og jafn-
framt aukast eða breytast lífsfærin, og uppá þetta
tiifærir hann næg dæmi, svo ekkert er nýtt undir
sólinni og eigi þurfti Aristoteles að læra annað af'
Darwin, en fleiri dæini, fteiri sannanir f'yrir skoðun
sinni. Það er hvorttveggja, að Aristoteles er sáein-
asti spekíngur, að Kepler undanteknum, sem Hegel
dáist að1 — liiua, bu'ði forna og nýja, rífur hann
meira eða minna niður, — enda hefur hann ausið
1) »Man muss den Aristoteles bewundern«. — Hegel,
Naturphilosopliie.