Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 120
120
eitt varðskip tekin af Skotum. Surrey, skáldið, rit-
ar Wolsey i júní 1523, að Skotar sitji fyrir íslands-
flotanum með her manns. Ef þeir nái honum, þá
bíða Norfolk og Suftolk óbætanlegan skaða, og allt
England verður fiskilaust næsta ár. Biðr hann um
leyfi að senda 4 berskip að verja flotann, og efast
ekki um að konungr fái góðan bikar víns fyrir það
(að það borgi sig). Wolsey segir 17. ágúst sama ár
að flotinn sé kominn með heilu og höldnu. I reikn-
ingum enska flotans, 1524, eru 20 shillings borgaðir
Thomas Chapman fyrir að riða frá Hull til Yarmouth
og kveðja herskipin að sigla norður að verja ís-
landsflotann. I september 1524 er sendiherra Eng-
lendinga á Skotlandi að rejma að fá Skotadrottningu
til að skila aptur tveim lslandsförum, er Skotar
höfðu unnið. Wolsey segir 2. sept. 1524, að kon-
ungr sé bálreiður út at töku íslandsfara. Verði
með einhverju móti, góðu eða illu, að ná þeim apt-
ur, og fiskiafla þeirra, ella verði fiskiekla mikil. Ar"
ið 1526 sést, að konungr áskildi sér að fá tiltekirm
fjölda af þorski og löngu af hverju skipi, á borð sitt,
þvi íslenzkr fiskr var talinn mesta sælgæti, enda
kemr hann opt fyrir i reikningum klaustra frá þess-
um tíma. Island var aðalfiskistöð Englands, og litl-
ar fiskiveiðar voru enn við Newfoundland.
Englendingar óðu uppi á Islandi, meðan Danir
voru að berjast heima fyrir, borguðu enga tolla og
gjöld og ráku Dani og Hamborgara úr höfnum og
fiskiverum, þegar þeir komust höndunum undir.
Kvarta Hamborgarar yfir því við Hinrik 16. sept.
1528, að Nicholas Buckbrock hafi tekið skip fyrir
þeim við Island. Höfuðsmaðr og Hamborgarar gerðu
Englendingum aðsúg í Grindavík, 1532, og drápu
fjölda af þeim. í bréfi til Hinriks dagsettu Gottorp,