Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 76
.6
þess staðar, er mælt er á. En þótt tölurnar breyt-
ist, verður hlutfallið nokkuð svipað, er borið er sam-
an meðaltalið i skógi og á bersvæði. Þó að t. a. m.
eitt árið sje óvenjulega kalt, þá breytir það ekki
hlutfallinu milli skógar og bersvæðis, því þótt hita-
stigatalan verði óvenjulega lág á bersvæði, þá lækk-
ar hún og i skóginum. Það sem nú verður sagt
um þetta efni, styðst aðallega við mælingar, er far-
ið hafa fram á Þýskalandi, og þykir það nægja til
að sýna fram á, hvernig áhrifum skóganna á lofts-
lagið er varið.
Medalhiti drsin.s. Meðalhiti ársins er lítið eitt
minni i skógi en á bersvæði. Hitinn var mældur í
5 feta hæð frá jarðveginum bæði í skógi og á ber-
svæði. Mismunurinn var 0,78°, er borið var saman
meðaltal margra athugana. Það er þó nokkuð kom-
ið undir því, hvernig landslagi er varið, hver mun-
urinn er, þannig var meiri munur hærra til fjalla
(1,12°). Þessi hitamunur (0,78°) svarar til 10°/o, og
væri skógurinn eyddur, mundi meðalhiti ársins á
því svæði vaxa um 10°/o. Miklu meiri áhrif hefur
skógurinn á jarðvegshitann. Þannig var meðalhiti
ársins i skógarjarðveginum 11 /s° eða 21°/o minni en
í jarðvegi á bersvæði. Ahrif skógarins á meðalhita
ársins eru því meiri hvað jarðveginn snertir en
loftið. Meðal-árshiti loftsins i limkrónu trjánna var
0,48° R. meiri en í 5 feta hæð í skógnum en 0,300
R. rainui en i 5 feta hæð á bersvæði. Það sjest af
þessu, að skógarloptið hitnar upp á við, er heitast í
limkrónunni en kaldast við jarðveginn. Þegar með-
alhiti lofts og jarðvegs er borinn saman, sjest að
munurinn er hverfandi á bersvæði, þar er yfirborð
jarðvegsins að eins 0,07° kaldara en lof'tið. í skóg-