Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 63
G3
þjóð Grikkir Attu fleiri merka heimspekínga, en all-
ar þjóðir hins kristna heims tilsamans. Eigi eru hjá
Frökkum teljandi, nema Descartes (Cartesius)
— sem þó eiginlega var Hollendíngur — Male-
branche og Montaigne, því Victor Cousin og hinir
nýjustu Frakkar, sem við heimspeki fást (Fouillé,
Janet o, fl.), hafa aðeins eptir oðrum, Þjóðverjum og
Bretum. Bossuet, Pascal og Montesquieu eru annað
hvort guðfræðingar eða stjórnmálafræðíngar. Hjá
Bretum Hume, Locke, Bacon, og á þessari öld, Her-
bert Spencer og Hamilton, því Darwin og Huxlev
o. fl. eru aðeins náttúru- og eðlisfræðíngar. Þjóð-
verjar eiga flesta, Leibnitz, Wolff, Kant, Fichte,
Herbart, Hegel, Arthur Schopenhauer og af nú lif-
andi monnum Hartmann (Philosophie desUnbewuss-
ten), sem eginlega aðeins er fylgifiskur Schopen-
hauers, þótt hann fari ennþá lengra í trúar og
vonarleysi (Pessimistnus). Hollendíngar eiga loks
Spinoza einn, en um hann munar reyndar. Hvað
er nú þetta að tölunni til hjá Þales, Pýþagoras, Filo-
laos, Anaxiriienes, Anaxagoras, Heraklit, Demokritos,
Parmenides og Zenon (Eleatiska), Kratylos, Stilpon,
Empedokles, Sokrates, Platon, Antisþenes, Speusippos,
Xenokrates, Diogenes, Zcnon (Stóiska), Chrysippos,
Epikuros, Aristoteles, Þeofrastos o. m. fl., og svo í
tilbót allir hinir svonefndu ný-platónisku spekíngar,
með hinn ágæta Plotinos í broddi fylkingar? - Af
þessum stöðugu afskiptum af heimspekinni yfirhöfuð
og heimspekilegum ransóknum sérstakra atriða leiddi
nú eðlilega, þó Grikkir eigi hefðu verið svo miklum
andans gáfum gæddir, einsog þeir voru, að þeir
urðu heimspekis hugsunum svo handgengnir, skop-
uðu hið fullkomnasta heimspekilegt orðfæri, og urðu,