Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 75
75
hátt það hitnar. Það er sólin, sem hitar loftið. Hita-
geislarnir streyma frá sólunni i allar áttir út um
geiminn. Nokkuð af þeim hitageislum kemur til
jarðarinnar. Geislarnir fara gegn ura loftið til jarð-
arinnar; nokkrum hitageislum kastar jörðin frá sjer
út í geiminn, en nokkra sýgur hún i sig. Loftið
hitnar nokkuð, en lítið (því minna sem það er þur-
ara), er hitageislarnir fara gegn um það til jarðar,
og sömuleiðis nokkuð af afturkastsgeislunum, en
mest af þeim geislum er jörðin drekkur í sig; af
þeim hitnar nefnilega yfirborð jaiðarinnar, og frá
yfirborði jarðar leiðist hitinn yfir í neðsta loftslagið ;
með öðrum orðum: neðsta loftslagið hitnar af því að
það hvílir á heitum jarðvegi. Afleiðirigin af því, að
neðsta loftslagið hitnar, er að það þenst út og
streymir upp; en nýtt loft streymir að frá hliðunum
og leggst þjett á jörðina, hitnar, þenst út, streymir
upp; nýtt loft kemur í þess stað og svona geng-
ur það koll af kolli. Þannig hitnar loftið. Því
heitari sem jarðvegurinn er, því heitara verður loftið.
Hvað skógana snertir, þá hitnar jarðvegur þeirra
minna en jörð á bersvæði, af því limþakið tekur við
meginhluta þeirra geisla, er á skóginn falla; það er
því ofur eðlilegt, að loftið undir limþakinu verði sval-
ara en loft á bersvæði.
Til þess að ákveða, hver áhrif skógarnir hafi á
lofthitann, verður bæði að mæla hita skógarloftsins
og hita loftsins á bersvæði fyrir utiin skóginn. Þetta
hvorttveggja verður að mæla mjög ott, helst daglega
i mörg ár. Þegar nægilega margar mælingar eru
fyrir hendi, er ákveðinn meðalhiti fyrir árið, árs-
fjórðungana, mánuðína o. s. frv., og þá borið saman
meðalhiti á bersvæði og meðalhiti í skógi. Tölurnar,
er greina hitastigin, breytast auðvitað frá ári til árs,
og sömuleiðis eru þær mismunandi eftir hnattstöðu