Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 112
112
valdi sínu heima fyrir, og borgaði tolla. Hinrik fór
undan i flæmingi, og lét John Backer semja fyrir
sína hönd í Höfn. En er hann hafði gert frið við
Frakka og unnið Skota, kvað hann upp úr með, að
skaðabæturnar væru bæði ofháar og órökstuddar.
Skaut hann skuldinni á embættismenn Dana, er
vildu banna þegnum sfnum viðskipti við Islendinga,
sem væru þeim til góðs. Sendi þá Kristján Sören
Norby til að berja á Englendingum og skyldi hann
reisa virki gegn þeim bæði í Vestmannaeyjum1 og
á Bessastöðum.
Arin 1517—18 var Kristján í peningaþröng og
tekur hann þá það til bragðs að hann sendi Hans
Holm, er áður er getið, og var bæjarstjóri i Hol-
stein, kaupmaður og skipaútgerðarmaður, til Hol-
lands og Englands í þeim erindum að selja eða
veðsetja ísland.
Hið lágþýzka bréf, er Holm hafði meðferðis til
minnis, er svo merkilegt, að jeg set það hér:
»Erindi Hans Holms viðvíkjandi Islandi«.
»Fyrst á hann að bjóða Hollendingum 1 Amst-
erdam og Waterlandsche (o: norðurhollenzku) bæj-
unum, líka Antwerpen, eins og erindisbréf hans
sýnir, landið ísland að veði fyrir 30,000 gyllinum
eða að minnsta kosti 20,000. Ef Hollendingar vilja
alls ekki taka þessum boðum, þá skal hamv, er
hann kemur til Englands, bjóða konungi þar landið
fyrir 100,000 gyllini eða að minnsta kosti 50,000.
Hann á ekki að bjóða það, fyr en rætt hefr verið
um önnur erindi hans. A konungr að gefa Dana-
konungi sannarlegt skuldarskjal, svo að hans hátign
1) Sbr. Jón Egilsson um bardaga i Vestmannaeyjum 1514
(Safn til s. ísl. I. 45. bls.).