Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 154
154
til Svíþjóðar og kom svo aptur til Askov seint í
september og var þar fram yfir nýjár.
í Danmörk eru 4 aðaltilraunastöðvar í gróður-
rækt, tvær eru á Sjálandi, í Tystofte og Lyngby,
og tvær á Jótlandi, í Askov og Vester-Hassing.
Þessar tilraunastöðvar eru kostaðar af ríkissjóði,
þær heyra undir landbúnaðarráðaneytið, og hefir
hið kgl. danska landbúnaðarfélag umsjón með þeim
fyrir hönd ráðaneytisins. Aðalformaður allra þess-
ara tilrauna var ríkiskonsúlent P. Nielsen í Tystofte
(dáinn síðastliðið haust). Hann byrjaði á þessum
tilraunum f Tystofte við Skelskör árið 1886, og frá
því ári má telja að nýtt tímabil byrji í Danmörk,
hvað plönturækt snertir, og þá um leið á öllum
Norðurlöndum.
I flestum löndum Norðurálfunnar eru gjörðar
ýmsar tilraunir til eflingar framförum í landbúnaði,
en hvað gróðurrækt snertir, hafa Danir komist einna
lengst í þvf að sameina það verklega við það vís-
indalega. Gróðrartilraunir sínar byggja þeir á vís-
indalegum grundvelli, en haga fyrirkomulaginu svo
að árangurinn verði svo Ijós og skilmerkileg-
ur, að það verði bein leiðbeining fyrir hværn og
einn bónda, som áhuga hefir á að rækta jörð sína
sem bezt, og af þvi stafar það einmitt, að Danir
eru komnir svo langt i gróðrartilraunum sínum. Nú
sækja menn þangað, ekki einungis frá Norðurlönd-
um, heldur einnig frá suðlægari löndum álfunnar,
til þess að læra af þeim.
Sama árið og tilraunastöðin var stofnuð í Tys-
tofte var komið upp útibúi (Filial) í Askov við
Vejen undir forustu ríkiskonsúls Fr. Hansens, og
hélzt það óbreytt þar til 1893, að það var gjört að
sjálfstæðri tilraunastöð, og er Fr. Hansen framvegis