Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 77
77
inum er munurinn meiri, þar er yfirbon) jarðvegs-
ins 0,91° kaldara en skógarloftid.
Meðalhiti ársfjórðunganna. Meðalhiti loftsins
var auðvitað hæstur að sumrinu bæði í skógi og á
bersvæði, þar næst kom vorið, þá haustið og auð-
vitað var veturinn kaldastur.
Vor. Ef reiknað er að eins eftir dagmæling-
unum er skógarloftið (í 5 feta hæð) lítið eitt kald-
ara en loftið á bersvæði. Munurinn var að ineðal-
tali 1,02°. Sjeu næturmælingarnar reiknaðar með,
verður munurinn minni, ekki nema 0,43°. í lim-
krónunni var ioftið að meðaltali.0,680 heitara en í
5 feta hæð í skógi og 0,34° kaldara en í 5 feta hæð
á bersvæði.
Sumar. A surarin er mestur raunur á hita
skógarloftsins og loftsins á bersvæði. Hið sama má
og segja um jarðvegshitann. Munurinn verður því
greinilegri sem sumarið er heitara. Þó eru áhrif
skógarins meiri á jarðvegshitann en lofthitann.
Reiknað eftir dagmælingum var skógarloftið 1,68°
kaldara en á bersvæði; sjeu næturmælingarnar
reiknaðar með, verður munurinn talsvert minni, að
eins 0,90°. Jarðvegurinn var 3,22° kaldari en á
bersvæði. í liinkrónunni var hiti loftsins 0,75° meiri
en i 5 feta hæð í skógi, en 0,88° minni en í 5 f. h.
á bersvæði. Hiti skógarloftsins vex þvi uppá við
eins og á vorin. Enginn munur virtist vera á lauf-
viðarskógum og barrviðarskógum. Þessar mæling-
ar sýna að loft og jarðvegur er kaldara f skógum
en á skóglausu svæði, en að öðru leyti er eins; og
eyddist skógurinn, yrði loftið, en þó sjerstaklega
jarðvegurinn, heitari, og af því leiddi aftur, að vatn-
ið í jarðveginum gufaði skjótar upp, jarðvegurinn