Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 116
116
skuldbindum oss með skjali þessu gagnvart honum
og eptirmönnum hans, Noregskonungum,1 að þegar
hann eða eptirmenn hans, ríkjandi í Noregi, vilja
kaupa aptur eyna Island, sem er seld oss í hendur
ad veði fyrir ákveðinni upphæð í gulli, silfri og fé,
þá skulum vér og erfingjar vorir, jafnskjótt og þessi
upphæð er útborguð oss og goldin að fullu, sleppa
viljugir og skila aptur áðurnefndri ey, íslandi, kon-
ungi eða eptirmönnum hans, án nokkurrar tafar,
tálma eða hindrunar. með öllum réttindinum og eign-
um. Lofum vér með vorri tign að vér og erfingjar
vorir munum eigi rjúta þetta né brigða, og skulu
öll svik og undirferli vera fjarri málinu*.
Það komst ekki svo langt, að Hinrik setti nafn
sitt undir þetta skjal, því hann varð að þiggja Is-
laud, áður en hann gat gefið skuldbindingu um að skila
því aptur. Hefði Hinrik ritað undir, þá hefði farið
um Island, eins og um Hjaltland og Orkneyjar.
Þeim hefur ekki veiið skilað aptur enn i dag.
Hinrik sá, að Danmörk var að liðast sundur,
að Svíar voru að ganga undan Dönum, og hefur
víst haldið, að hann mundi eignast Island ókeypis.
Hann hafði líka ástæðu til að halda það, sem nú
skal greina.
Týli (Þulr) Pétursson hét maðr. Hann var
lénsmaðr á norðr- og austrlandi 1518—21, en Hann-
es Eggertsson á vestr- og suðrlandi (Espólín, Hist*
Eccles.). Þeir deildu og fór Týli til Danmerkur að
verja mál sitt. Skrifar hann Kristjáni frá Flensborg
27. mars 1521,2 að hann hafi heyrt að Sigbrit hafi
gefið »Fúsa« Erlendssyni, lögmanni, bréf »upp á«
1) ísland talið norskt, en ekki danskt.
2) Diplomatarium Flensborgense bls. 1047.