Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 34
31
tölum, sem eigi eiga heima hjá dygðunum; því rétt-
sýnin er eigi tala jöfnum sinnum jöfn (ícáx'.j
Sókrates kom þvínæst, og kenndi bæði betra og
fleira um sama efni, en þó eigi heldur rétt. Því
hann gjörði dygðirnar að fræðum, þekkíngu sem
læra mætti, en þetta getur eigi átt sér stað. Eptir
hans kenníngu spretta sem sé allar dygðir upp í
hinni luigsandi, skiljandi sál. En með þessu vili
honum til að afmá hina eptirlangandi og tilfinnandi
sál, og með þvi móti afmáir hann bæði líðan og
skap. Þá kom Platon og skipti sálunni i hið hugs-
andi og hið skynsemislausa, einsog rétt er, og
greindi dygðirnar, einsog þær koma fram i hverj-
um sálarparti fyrir sig. Þángað að hafði hann rétt
fyrir sér, en þaráeptir skjátlaði honum. Þvi hann
blandaði dygðinni inn í kennínguna um hið almenria
góða. En — i umræðuna um hið veranda og sann-
ieikann á eigi við að taka dygðina upp«. Aristo-
teles meinar, einsog hann ítrekar á oðrum stað, að
hér (í siðafræðinni) sé eigi spurníngin um hið óhdða
(absoluta) góða eða, sem hann kallar- það, »hið guð-
unum góða (vo flswv áyaftov), heldur um hið sérstaka
góða, »hið oss góða« (vo 'v)[j.ív áYa&óv). Hann bregð-
ur Sokrates ennfremur um, að rneð því að gjöra
dygðirnar að fræðum, gjöri hann þær óþarfar, hann
sem þó ekkert vildi láta vera ófyrirsynju. Því þó
sá, sem veit í hverju sú eða sú vísindagrein er
fólgin, hafi jafntraint þekkíngu á henni, þá eigi
þetta þó eigi heima hjá réttvísinni, maður geti haria
vel vitað, hvað réttvisi er, án þess að vera réttvís.
Hitt er satt, það þarf að temja sér dygðirnar, svo
þær verði vani, siður (sflo?), annars verður ei nema
um einstök góðverk að ræða. Dygðunum skiptir
Aristoteles nú, einsog Sókrates og Platon, í hyggindi