Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 68
68
(eik, birki, furu). Þau þróast ekki vel i skugga ann-
ara trjáa og þurfa meiri birtu en skuggatrjen. Eiki-
skógar og birkiskógar eru því miklu opnari en
skuggatrjáskógarnir. Liinkrónurnar eru ekki eins
þjettar, og samhangandi limþak finnst ekki. Þessir
skógar eru því miklu bjartari og undirgróðurinn
blómlegur. Oft finnst í þessum skógum blómlegur
undirskógur ; stundum er undirskógurinn kjarr. Milli
trjánna og runnanna er jarðvegur oft þakinn blóm-
legum jurtagróðri.
Utlit skóganna er mjög mismunandi. Bæði að
því er snertir tegundafjöldann og eigi síður hvað
snertir útlit þeirrar tegundar, er mest er af, er mikill
munur á skógunum. Blandaða má kalla þá skóga,
er margar trjátegundir vaxa í. Þeir eru einkum í
heitum löndum. Oblandaða má aftur kalla þá skóga,
er ein trjátegund vex i, t. a. m. birkiskógur, beyki-
skógur o. fl. skógar í norðurhluta Norðurálfunnar.
Sömuleiðis má skifta skógunum eftir lögun og stærð
blaðanna. Trje, sem hefur að tiltölu breið og stór
blöð (t. a. m. birki, eik, beyki o. fl.), er kallað lauf-
trje eða laufWður, og skógar er þessar tegundir
vaxa í eru nefndir iaufviðarskógar. En þau trje,
er hafa mjög mjó blöð að lögun sem nál (greni, fura
o. fl.) eru kölluð barrtrje eða barrviðir; en skógar
þessara trjáa eru kallaðir barrviðarskógar.
A. Laufviðarskógar.
a. Þá skóga, er laufgast á vorin og fella lauflð á
haustin, kalla eg lauffallsskóga. Trje þau, er fella
laufið á haustin, eru lengri eða skemri tíma blað-
laus. Þessi tími er þeirra hvildartimi. Þetta stend-
ur i sambandi við loftslagið. í köldu loftslagi er
hvíldartími trjánna veturinn, í beitum löndum þurka-