Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 31
31
ólíkt. Eins verður að hugsa sér sálina; eitt að tölu er
hennar aðalskynjunarfæri, sem hún skynjar allt með,
en þó aunað og annað í hvert sinn, eptir kynjum
og tegundum hins skynjaða. Svo hún fær skynjað
undireins með því einu og sama, en eigi því sama,
að eðlinu til,------»— Þetta er það sem hinir
nýrri kalla hið innra skynjunarfæri (der innere Sinn
— Hegel), en sem ágreiningur hefur verið um,
hvort er á undan hinum einstöku skilníngarvitum,
eða tekur við af þeim, og svosem leggur saman
(Synthesis) áhrif þeirra — ágreiníngur, sem jeg eigi
skal leyfa mér að leysa úr.
Af því sem á undan er farið má nú sjá/jj að
þó sálin, einnig eptir skoðun Aristotelis, hafi marga
parta, eða réttara marga eginiegleika, eða réttast,
þó virða megi hana fyrir sér frá mörgum hliðum,
þá telur hann líkt og Pyþagoras ekkert eilíft og ó-
dauðlegt, nema skynnemina, hina hugsandi, þekkjandi
og skiljandi skynsemi; hvort sálin yfirhofuð sé ó-
dauðleg, játar hann hvorki né neitar, og það er
þannig að minsta kosti óvíst, hvort hann í þessu
tilliti lætur hana yfirhofuð njóta skynseminnar. En
sé svo, er heldur eigi víst, hvort hann ætlar sál-
unni það, sem vér nú kollum hinn persónulega ó-
dauðleika, sem þó Platon gjörir. Annað sjáum vér
einnig, að hann kallar sálina »heimkynni hugsjón-
anna og tegundanna®; hann kannast eigi við þær
sem verandi fyrir utan huga mannsins, einsog Plat-
on; það er aðeins mannahugurinn, sem finnur hið
eina i því marga, það fullkomna i því ófullkomna,
og sem skipar hinu einstaka í flokka, er yfirgrípa
margt samkynja og sömu tegundar. Raunar svar-
ar hann þá eigi uppá þessa spurningu, hvernig fara
hin skynlausu dýr að greina kyn og tegundir,