Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 71
71
Hvorttveggja á sjer stað hjer á landi. Birki það er
vex í skógunum á Islandi er betula odorata. Nú
eru birkiskógarnir íslenzku allviðast að eins kjarr.
Þó er Gatnaskógurinn á Hallormsstað reglulegur
skógur. Hæsta trjeð er 28 fet á hæð og mörg trje
eru' þar nálægt 20 fet á hæð. Það er efalaust, að
birkiskógarnir hafa verið stórvaxnari fyrrum hjer á
landi, og hefur ill meðferð oytt þá og gjört þá að
kjarri, auðvitað hefur kalt loftslag hjálpað til.
b. Sígrœnir eru þeir skógar kallaðir er ekki
fella laufið á haustin. Þessir skógar líta eins út á
öllum árstímum. Vetur, sumar, vor og haust er eitt
og hið sama i þessum skógum, eitt endalaust sumar
gæti maður sagt. Biöðin sitja á limunum lengur en
12 mánuði, venjulega 13—14 mánuði, og hefur það
eigi alllitla þýðingu. Hjer er enginn vetrarsvefn, en
stöðugt starf, og er því ekki að undra að þessir
skógar eru miklu risavaxnari en lauffallsskógarnir.
Auðvitað hittast við og við blaðlaus trje í þessum
sígræna risaskógi, en þau eru hverfandi í saman-
burði við hin. Þessi skógur, regnskógur heitu land-
anna, er mjög víða í hitabeltinu nálega hringinn í
kriugum jörðina, og þá er talað er um frumskóg, er
það venjulega þessi skógur, er vakir fyrir mönnum.
Frumskóg kalla menn þann skóg, er heldur sínu
upprunalega útliti og ekki er snertur af mannavöld-
um. Trjen dej7ja úr elli, stofnarnir liggja flatir á
jörðinni og rotna, og ungviðið þýtur upp, þar sem
öldungurinn fjell. Þessir skógar eru einkum á svæð-
um þeim, er staðvindarnir mætast á. Er þar ákafur
hiti; sólin stendur hátt á lofti og skýtur logheitum
geislum beint niður á jörðina. Uppstigandi loft-
straumar, mettir vatuseiin, kólna er hærra dregur,
vatnseimurinn þjettist og verður að vatni, og regnið