Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 94
94
útg. 1860, 97—98. bls.) um 951—954, en farið til
Islands um það leyti er Gamli féll (um 955), annað-
hvort af því, að hann hefir orðið landflótta fyrir
Hákoni konungi Aðalsteinsfóstra sökum vináttu sinn-
ar við Gamla, eða af öðrum orsökum. Samkvæmt
þessu hefir hann komið út eptir landnámstíð, og
verðr það á þann hátt skiljanlegt, hvers vegna hans
er ekki getið i Ldn. fremr en ýmissa annara, er
komu út eptir landnámstíð, svo sem Ögmundar föð-
ur Kormaks skálds (Korni. 1.), Þórhalts á Hörgs-
landi (Fms. II. 192, 01. s. Tr. 215. k.), Ara Súrsson-
ar (Gísl.) o. fl.1 Eigi er það heldr nein furða, þótt
vér vitum lítil deili á þeim Skagfirðingum, er við
söguna koma, því að vér höfum mjög litlar sögur
úr Skagafirði eptir landnárnstíð og til þess er Grett-
ir kom til Drangeyjar, og vitum ekkert um það,
hverjir verið hafa þar höfðingjar á fyrri hluta 10.
aldar2, nema hvað Eiríkr í Goðdölum virðist hafa
haft mest metorð á landnámsöldinni, og Höfða-
Þórðr kemr fram sem höfðingi rétt eptir 930, er
hann gjörir Hrotleif sekan. Það er með öllu óvíst,
hvort Hjatti Þórðarson skálps hefir reist hof og haft
mannaforráð um Hjaltadal, og þótt svo hefði verið,
þá vitum vér eigi, hve nær hann kom út, nema það
var síðar en þeir Sléttu-Björn og Kolbeinn námu
1) Ottarr og Ávaldi eru að eins lauslega nefndir i sam-
bandi við aðra, en eigi getið um útkomu þeirra, né þeir taldir
landnámsmenn (Ldn. III. 4—ö).
2) í Vatnsd. sýnist Cni telja Kolbein (í Kolbeinsdal) höfðingja
um 9ö0, en þar er eigi alt sem nákvæmast (sbr. P. J. útg. Svd.
1888, XXXV. bls.), og má þó vera, að Kolbeinn bafi verið höfð-
ingi, er hann deildi við Una (um 915—920?), en varla hefir vald hans
náð út fyrir landnám hans, þar sem hann bar lægra hlut, og ekki
vaxið við deilu þessa.