Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 164
164
kosinn úr hverju amti af búnaðarfélögum, og á
hann að vera búsettur í amtinu. Forsetaráðið stjórn-
ar aðgjörðum félagsins samkvæmt lögum þess og
eftir ákvæðum aðalfundar. Það er landbúnaðar-
ráðaneytinu til aðstoðar og upplýsingar í öllum
landbúnaðarmálum, og hin mörgu búnaðarfélög í
Danraörku njóta á ýmsan hátt hins sama af hinu
kgl. danska Landbúnaðarfélagi.
BúnaðarmáJ vor Islendinga eiga einnig að kom-
ast í þess konar horf. Hið væntanlega »Búnaðar-
félag Islands« á að gefa sig við öllu þvi, sem eflt
getur búnaðinn hér á landi, bæði með því að efla
framfarir í landinu sjálfu og eins verzlun og við-
skipti við önnur lönd. Það á að verða löggjöf
vorri til aðstoðar við öll þau mál, er lúta að bún-
aði. Með því móti er trygging fengin fyrir, að lítt
atbuguð lagafrumvörp um búnaðarmál verði ekki
samþykkt á alþingi. Það á, í samvinnu við stjórn-
ina, að hafa eftirlit með þeim opinberu stofnunum,
sem eru í landinu og eiga að vera búnaðinum til
eflingar. Það á að efla þekking landsmanna á
búnaðinum og gjöra það, meðal annars, með því
að sjá um útgáfu á góðum bókum, er fara 1 þá
stefnu, og eins á það að sjá um, að fyrirlestrar í
búnaði verði haldnir fyrir bændum og leiðbeiningar
gefnar á ýmsan hátt.
Þeir, sem unna framförum Islands. eiga að
styðja að því að hér verði stofnað búnaðarfélag
fyrir land allt, það er eini vegurinn, til þess að
samheldni og festa komist í framfaraviðleitni vora.
Vér getum verið Vissir um, að »Búnaðarfélag Is-
lands« fær öfluga aðstoð hjá hinu kgl. danska
Landbúnaðarfélagi, svo framarlega sem það vill
leita hennar. Vér eigum alls ekki að biðja það um