Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 37
37
Kant mundi hafa kallað hið hreina góða (xá áTCkwc
ayað'á). —
Hvergi er máske munurinn meiri A Platon og
Aristoteles, en í ntjórnfrœðinni rtokiTixa). Þarsem
hinn fyrnefndi byggir mest á hugarburði og reynir
til að skapa nokkurskonar stjórnarfars fyrirmind,
heldur hinn siðari sér til reynzlunnar, til hins gefna,
lýsir nákvæmlega stjórnarháttum margra borga,
sýnir glogglega frammá, í hverju hverjum þeirra
sé ábótavant, af hverju uppreisnir og stjórnarbilt-
íngar hafi orsakast, hvernig stjórnarformið hafi
breytst frá einveldi (jj.ovapx/a) til harðstjórnar (tv-
pawtf) frá harðstjórn aptur til lýðveldis, og frá þessu
loksins ástundum til fáveldis (oktYap^ía) og bestu manna
veldis (áptaroxpaTta). Borg eða sjálfstæðt ríki er það
samfélag manna, sem með lögurn er skipað, og get-
ur varið sig gegn yfirgángi annara borga eða rikja,
sem því í raun og veru er rjálfstæðt (avTapxsp).
Borgari er hver sá frjáls maður, sem tekur þátt i
dóms- og umboðsvaldi, en góður borgari sá, sem
bæði kann að hlýða og stjórná, og sú er dyggð borg-
arans, að vera handgenginn frjálsra manna valdi í
hvorutveggju tilliti; ber því að láta hvern borgara
hafa völd á hendi, sem til þess álítst hæfur, hvort
sem hann vill eður eigi; enginn má skorast undan
neinu valdi, nema sökum vanheilsu. Vottur þess,
að lýðstjórn sé vei fyrirkomið, er að lýðurinn haldi
sér við stjórnarformið, svo hvorki séu gjörðar upp-
reisnir, né skapist harðstjórn. Höfuðeinkennið á
réttu og réttvísu xtjórnarfyrirkomulagi, er að það
stefni að aUmenníngxheillvm, en undireins og litið er
helzt eður eingöngu á hag stjórnendanna, er stjórn-