Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 117
117
ísland, og bann hafi fest það 4 Hamborgurum, sem
hafi ^ert út 4 fógeta til Islands að stýra landinu
með Fúsa, sinn í hverjum fjórðung; Fúsi sé gamall
og veikr, og biðr hann konung að rita Hamborgar-
ráðherrum að lofa ekki »íslandsförum« að senda
fógetana eða gera á hluta sinn, biðr konung að
hlýða ekki rógburði Hannesar Eggertssonar. Týli
var Flensborgarí, en Hamborgurum var illa við
hann, því hann dró taum Englendinga, og veitti
þeim lið í öllum skærum og róstum á Isiandi, þeg-
ar hann gat því við komið. Og er mál þeirra
Hannesar var fyrir rétti í Höfn, lagði Týli fram
ýms meðmælingarbréf frá Englandi. Er þvi engin
furða, þó Laurids Bruun, skipstjóri Kristjáns, í bréfi
dagsettu 23. marz 1521,1 beri Týla á brýn, að hann
hafi ætlað sér að svikja ísland undan konungi i
hendur Englendinga. Espólín segir (Arb. III. 64),
að Ögmundr biskup hafi borið fram biéf frá Eng-
landi til liðsinnis við Týla. Hannes fékk hirðstjórn
yfir öllu Islandi 6. okt. 1521. Nú segir Espólín (III.
72, 80), að Týli hafi þá gerst víkingr, rænt á Bessa-
stöðum 1523, handtekið Hannes og haldið hálfan
mánuð, en farið sfðan til Sviþjóðar með herfang sitt,
komið svo aptur 1524 og rænt á Bessastöðum, en
þá hafi Hannes safnað að sér Islendingum og þýzk-
um kaupmönnum og handtekið Týla og afhöfðað.
Finnr biskup fer ekki mörgum orðuin um Týla
(Hist. Eccles. II. 255—6, 258). Nú er Týli, sam-
kvæmt dönskum og lágþýzkum bréfum frá og til
og um hann, optast í Flensborg frá þvi haustið 1521
til vorsins 1523, og er í metum hjá Kristjáni.
Kristján hefr, um leið og hann flýði land, gert
1) Fasc. Chr. Secundi.