Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 132
132
þar í svo sem hálfa öld, þá liafa þeir bætt jarðveg-
inn syo mikið, að inni í rjóðrum má rækta korn og
annað fleira eins og annarstaðar í Danmörku. Þar
sem hugsanlegt er, að akuryrkja geti þrifist, er ekki
plantað trjám, og þar sem mýrarækt og vatnsveit-
ingum verður við komið, er þeim heldur ekki plant-
að, heldur á öllum þeim stöðum, sem ekki eru hæf-
ir til annarar ræktunar. Verður þetta í fæstum
orðum útskýrt með orðum Dana sjálfra: »Hvor
Ploven ej lcan gaa og Leen íkke slaa, der bor Trœet
staa«.
Þegar farið er um Jótlandsheiðar, má mjög
víða sjá nýræktuð svæði og unga skóga, sem komn-
ir eru vel á veg. Að það vinnist að tá fallega
skóga og breyta hinum ófrjósama jarðvegi í frjó-
saman jarðveg, dettur eingum lengur í hug að efast
ura. En fyrir miðbik þessarar aldar var þó sú
skoðun drottnandi á Jótlandi, að ekkert væri hægt
að gjöra við heiðarnar, þær væru til einkis nýtar.
Þar eru gróðursett hér um bil eingöngu barrtré,
mest fjallfura (Pinus montana) og greni, bæði hvít-
greni (Picea alba) og rauðgreni (P. excelsa). Fjall-
furan reynist þar hin harðgjörvasta trjátegund, hún
þolir slæman, senditin og þurran jarðveg, þolir
vinda, vetrarkulda og vorfrost. Vöxtur hennar er
nokkuð greinóttur, og þess vegna er greninu plant
að hingað og þangað innan um furuna, til þess það
geti þróast í skjóli hennar. Þannig verðum vér
ísiendingar einnig að fara að, ef vér eigum nokk-
urn tíma að fá greniskóga, vér verðum ad láta
fjallfuruna fóstra grenið fyrir oss.
Þar sem jarðvegurinn er ekki sérlega slæmur,
er grenið sett svo þétt milli furuplantnanna, að
þær megi höggva burt, er grenið stækkar, og verð-