Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 139
139
ungar fræplöntur. Þegar fjallfuran er orðin 15 ára,
getur hún myndað gott fræ. Fyrir einu ári hafði
verið byrjað að höggva kræklóttustu trén, þó var
varlega farið í það enn þá, því ef þau eru grisjuð
of mikið, vilja þau sem eftir eru verða bogin.
A einum stað sá eg greniskóg, sem orðinn var
nokkuð gamall, en trén voru þar ekki nema 6 feta
há, kom það til af því, að þeim hafði í fvrstu ver-
ið plantað alt of gisið, með 6 fetum milli raðanna,
og eingin fjallfura, þess vegna gátu þau ekki vax-
ið; þau þurfa að standa þétt til þess. Svona hefir
víðar verið, en við því hafa menn gjört með þvi að
planta einni röð af fjallfuru milli hverra greniraða.
Þegar þau fara að vaxa saman þá fara þau að vaxa
i hæðina, og keppa þá hvort við annað um tilver-
una. Hin veikbyggðari verða þá á eftir og eyði-
leggjast. Það þarf talsverða nákvæmni til þess að
passa skóginn í uppvextinum; trén rnega ekki held-
ur standa allt of þétt, því þá verða þau of veik.
Norður á Jótlandsskaga fór eg meðfram til að
kynnast sandgræðslunni, en þar eru ltka stórar
trjáplantanir, og eru þær eign ríkisins; það ersand-
græðslan líka, og hefir þvi Heiðafélagið einga með-
gjörð með hana.
Fyrir saudgræðslunni á Skaganum ræður»Over-
plantör« Dahlerup. Trjáræktin er þar rnjög lík
þvi, sem hún er á heiðunum. Sumstaðar var þar
plantað lauftrjám, bæði viði og ösp, elri og birki,
og nokkuð af álmi; af þessum lauftrjám reynist elri
að vera harðgjörvast, þar næst birkið, en álmurinn
viðkvæmastur.
Það er einkennilegt landslag, sem maður hefir
fyrir augum, þegar maður kemur út að Vesturhafi;
það er mjög óslétt, stórir hólar eða gígar og djúp-