Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 161
161
sem talandi er um að auka á þann hátt, og eins
með því að fá plöntur frá Sviþjóð, Noregi og Jót-
landi.
Þær tilraunir, sem gjörðar hafa verið með trjá-
rækt hér á landi, hafa nær eingöngu verið með að-
fengnar plöntur frá útlöndum, oftast frá Danmörku.
Plönturnar koma oft upp hingað hálfdauðar ogjafn-
aðarlega á óhentugum tíma, og endirinn verður, að
þær deyja út eftir eitt eða tvö ár; að minnsta kosti
er hér mjög lítið af trjám í samanburði við þann
fjölda, sem fenginn hefir verið frá útlöndum á seinni
árum. Tilraunastöðin ætti að bæta úr þessu; hún
á að sýna hverjar tegundir eru harðgjörvar og
hvort ekki muni takast betur að rækta þær af
fræi, og ef svo reyudist, þá yrði það iíka peninga-
sparnaður, því það er dýrt að kaupa plöntur frá
útlöndum.
Það er ekkert vafamál ad fleiri matjurtir má
rækta hér á landi en nú er gjört og að þær, sem
ræktaðar eru, geta gefið meiri hagnað en þær gefa
nú og einkum orðið útbreiddari.
Menn eru farnir að finna til þess hve þúfna-
sléttunin sé dýr og seinleg og nve æskilegt það væri,
að menn gætu komist upp á að rækta gras með
sáningu. Er þá sjálfsagt að byrja með þau grös,
sem vaxa vilt hér á landi og viðurkend eru að
vera góð til fóðurs. Ef ekki yrði safnað fræi af
þeim hér, þá mætti fá það norðarlega frá Svíþjóð
eða Norvegi, og einnig mætti reyna að rækta ýms
fóðurgrös, sem ekki vaxa hér nú. Ef fræsáningin
lukkast, þá yrði grasræktin mikið ódýrari en nú er
hún, og mönnum gæfist betri kostur á að undirbúa
jarðveginn en nú gjörist, og þess er líka hin brýnasta
11