Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 18
18
um og einskorðununi hlutanna, en hann aðgreindi
eigi skilgreinarnar frá því sem hann skilgreindi; og
í því hafði hann rétt fyrir sér. Enda sýnir þetta
sig í reyndinni, því án hins almenna er ómogulegt
að fá skilníng og þekkíngu á hlutunum, en aðgrein-
íngin á hinu alraenna írá binu einstaka orsakar all-
an erfiðleikann við frumsjónirnar. En þeim (Platon
og hans fylgjendum) virtist það nauðsynlegt, að
væru nokkrar verur (ouffíai) til auk hinna skynjan-
legu og breytilegu, þá hlytu þær að vera sér að-
greindar og fráskildar frá hinum; en nú hofðu þeir
eigi aðrar til, en bjuggu til almennar verur úr hin-
um tilsvarandi sérstoku, svo hérumbil má segja að
þær hinar almennu náttúrur séu hinar somu sem
hinar einstoku* — (Metafys. XII, 9, 22, 23). Játar
Aristoteles því, að engin sonn þekkíng, engin vís-
indi séu til, án þess að leita og finna hið aimenna,
hvort vér kollum það frumsjónir með Platon, eður
hugsjónir, hugmindir, í hinu einstaka, en hann vill
eigi skilja þetta almenna frá hlutunum, og því var
það, að Skolastikarnir með nokkrum rétti gjörðu
þann mun á Platon og Aristoteles, að hjá hinum
fyrnefnda væru frumsjónirnar á undan hlutunum
(■ideœ prœexistentes) en hjá hinum síðarnefnda væri
þær hlutunum íbúandi (ideœ innatœ). Aristoteles
hlaut að játa, eptir sinni frumskoðun á alheiminum,
að skynsemi væri fólgin í hinu einstaka, en hann
vildi eigi flytja hana þaðan burt; mannlegur andi
gæti vel án þess fundið hið almenna í því einstaka,
hið eina í hinu marga (E'v ézl toaXoí?) og fyndi það
bezt og Ijósast d þann hátt. »Þekkíngin, sem og
það að vita, er sem sé tvennskonar, hæfilegleikinn
til að þekkja, og framkvæmdin að þekkja. Hæfi-
legleikinn er sem efni hins almenna og óákveðna,