Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 96
96
Hróaldsson kæmi að óbygðu landi,* 1 * III. og fáeinir menn
bygði síðan i hans landnámi, þá er þess að gæta,
að hann nam land inn til fjalla, eins og Ketilbjörn
svili hans syðra og Hrafnkell Freysgoði eystra, og
er ekkert á móti því, að alt hafi verið numið utan
frá sjó og inn þangað sem hann nam land, þá er
hann kom. Þessir menn gátu vel verið komnir
löngu á undan honum, auk Sæmundar og Skefils:
Úlfljótr, Álfgeirr og Þorviðr vestan vatna, en aust-
an megin þeir Þorbrandr örrek, »enn göfgasti maðr
ok enn kynstærsti*, Hjálmólfr, Kollsveinn enn rammi,
Gunnólfr, og jafnvel Þórir dúfunef, því að þótt
kappreið hans og Arnar hafi hlotið að fara fram
eptir útkomu Eiriks (o: eptir að ferðir um Kjöl tók-
ust upp), þá gat Þórir verið kominn löngu fyr og
gamall orðinn er kappreiðin fór fram,8 enda bendir
1) Eiríkr virðist hafa komið út fyr en þeir Sléttu-Björn og
Höfða-Þórðr, Öndóttr og Kolbeinn, en hefir liklega kvongast
•eint og miseldri verið mikið með börnum hans, þvi að af Fms.
I. 271 (Ó1.B. Tr. 135. k.) er ,svo að sjá, sem Hafr (enn auðgi
Þorkelsson, Nj. 119. k.) sonarsonur hans hafi verið kvongaðr
fyrir 980, en annar sonarsonr hans (Eiríkr Starrason) er nefndr i
Grett. nærri bálfri öld síðar, og er þá jafnframt getið Hafrs á
Knappstöðum, er var 3. maður frá Þorkeli Eiríkss. (Ldn. III. 11).
2) Að visu er helzt að ráða af Ldn. III. 8., að Þórir hafi
verið nýkominn er hann keypti Flugu, en tíminn er einatt dreg-
inn saman, þá er um svo forn tíðindi er að ræða. Annars er
auðsætt á frásögninni um norðrför Asgrims öndóttssonar (Ldn.
III. 15), að Kjalvegr hefir fundinn verið áðr enn hann kom út,
en nú setr G. V. útkomu þeirra Öndóttssona um 900—902 (Safn
I. 258, shr. 293, 494) og eptir því hafa þeir Eiríkr i Goðdölum,
Hrosskell að Yrarfelli og Vékell enn hamrammi hlotið að vera
búnir að nema land fyrir 900, með því að vegrinn fanst fyrir
framkvæmdir þeirra (Ldn. III. 6—7.) en Vékell nam þar land, er
Þorviðr hafði áðr numið (milli Mælifellsár og Giljár). Sbr.
Landfr.s. Þ. Th. I. 33. n. 3.