Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 141
141
liggja frá norðri til suðurs, til þess að þær snúi
hliðinni við vestanvindinum.
Hjálmurinn vex vel í þessum sandi, og því
betur, sem meira fýkur að honum. Ræktun á hon-
um er ekki heldur vandasöm og Danir segja sjálf-
ir: »Jo mere vi hade den, desto bedre vokser den«
(því ver sem vér förum með hann, því betur vex
hann). Þegar þeir hafa ekki nóg af hjálmi, þá slá
þeir lyng og breiða yfir sandinn, og festa það á
þann hátt að leggja sand yfir það á stöku stað.
Þótt sandfokið hafi verið teppt á þenna hátt,
sem nú hefir í fám orðum verið frá skýrt, þá er
það þó ekki einhlítt, því þótt hjálmurinn sé góðurr
þá blæs hann þó upp um síðir, þegar sandur
berst ekki lengur að honum. Þess vegna er trjám
plantað á sandliólana, þegar búið er að hepta fokiðr
er notað til þess nær eingöngu fjallfura og greni,
en ekki er til neius að planta þau fyr en eftir að
sandfokið er teppt, því það þola þau ekki.
I lægðirnar milli hólanna er vanalega ekki
plantað trjám, því þar er jarðvegurinn frjórri, og
er þvi notaður til akra eða engja. Jarðvegurinn í
sandhólunum getur verið ofurlítið mismunandi að
gæðum, og er þeirri sömu reglu fylgt eins og á
heiðunum, að þar sem hann er verstur, þar erfjall-
furu plantað; er það gjört annaðhvort á haustin eða
vorin með þriggja feta millibili. Holurnar eru grafn-
ar um leið og plantað er; það er ekki gjört fyr til
þess að halda svo miklum raka í jörðunni sem hægt
er. Fjallfuran var þar farin að bera þroskuð fræ,
og það á einum stað, þar sem að eins voru 8 ár,
siðan henni hafði verið plantað.
Lauftré eru þar lítið notuð, því þau þurfa
vanalega betri jarðveg en barrtrén og þola ekki