Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 41
41
áður er sagt, en fjöldinn ráði og eigi lögin, (t. d.
þegar lýðurinn gjörir ályktir ofan< lögin, án þess
lögin séu fyrst afnurain). En þetta er lýðsæsínga-
mönnum að kenna, því í þeim lýðveldum, þarsem
lögin ráða, finnast ei lýðsæsendur, heldur eru hinir
beztu menn þá í fyrirrúmi; en þarsem lögin eigi
ráða, þar skapast iýðsæsendur (57)ixayMyoí)«. Og enn-
fremur: »Þegar bændur, þeir sem á jarðyrkju lifa
og þeir sem eru meðallagi vel megandi, ráða i rík-
inu, er lögunum allajafna hlýðt; þeir hljóta að starfa
til að lifa og hafa eigi ástæður til að vera yðjulausir,
svo þeir láta lögin ráða, og halda eigi fieiri eða
lengri þíng, en þörf er á; en hinir borgararnir geta
komist í embætti, ef þeir haf'a þau efni, sem login
ákveða. Yfirhöfuð er það fáveldislegt, að allir hafi
eigi aðgáng tit embætta, en tóm til þess vantar, þar-
sem tekjur vantar (embættin eru sem sé eigi laun-
uð). 0nnur tegund lýðveldis er, að allir eru kjör-
gengir til embætta, séu þeir ábyrgðarlausir, en þeir
verða að hafa efni á að vera yðjulausir, (þ. e. að
sinna eigi sfnum eigin störfum). I þesskonar Jýð-
veldi ráða lögin«. En lakast telur Aristoteles það
lýðveldi, sem var á hans dögum, er borgirnar (og
þá sérílagi Aþenuborg) voru orðnar auðugar, en lýð-
num borgað af opinberu fé til þess að sitjadómaog
fundi. Þá náðu hinir snauðu yfirtökunum. Þeir höfðu
ekkert að starfa, nema taka á móti daglaunum sin-
um af borgarsjóði, svo þá vantaði aldrei í dómum
né á þíngum, en hinír efnaðri, sem margt höfðu að
annast fyrir sjálfa sig„ sóktu ver þíng og dóma. I
lýðveldinu, þegar það nálgast frjásborgaraveldi, og
í frjálsborgaraveldinu sjálfu er nú nokkuð svipað
fáveldinu, t. d. það, að embættismenn eru kosnir, en
embættin eigi veitt með hlutkesti, sem og það, að