Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 52
þess að fullkomna verkið, en þar sem á brestur,
ferum vér eptir því, sem optast verður ofaná; þvf
vissast er í þesskonar tilfellum að haga sér eptir
venjunni. Og einsog vér í kappræðum gegn mót-
partinum styrkjum málstað voru með því sem fram
hefur komið málefni voru til stuðníngs, eins förum
vér í verkinu að, er um samnínga er að ræða, vér
hondlum sem sé samnínginn á tilteknum tírna, eptir
bæði hinu óskrifaða og hinu skrifaða lögmáli, að við
hofðum enum beztu vitnum. A það sem nú hefur
verið sagt, minnum vér tilheyrendurna í eptirmál-
anurn, teljum upp fyrir þeim, hvað vér hofum starf-
að, og rifjum þessi verk vor upp fyrir þeim, þegar
til þess kemur, að vér höfum áforraað samkjms eða
svipuð fyrirtæki. En — vinsæiir verðum vér hjá
þeim, ef vér gjorum það, sem þeir þykjast vita, að
þeir hafi haft, hafi eða muni hafa gott af. Svona á
að skapa líferni sitt og háttalag, en tala eptir því
skipulagi, sem að framan er tilgreint*. — —
Þó líklegt sé, að þetta sé sérstaklega til Alex-
anders talað, og jafnvel sveigt að vissum tilteknum
atvikum, sem oss eru nú eigi nægilega kunn, t. a.
m. þarsem Aristoteles minnir á, að hlaupa eigi úr
einu í annað, eða a að halda vel samnínga, — þá
mun þó hugvekjan reynast ollum holl, sem fást við
almenn málefni.
Jeg hef geymt mér til síðast skáldslcaparmdl
(Ho'.iQ'rt.vfr') Aristotelis, sem, þó auðsjáanlega vanti
mikið i þau, hafa enn á vorum tímum algildar regl-
ur og einskorðanir inni að halda i því er snertir
sögusJcdldsJcapinn (Epos) og sorgarleikinn (Tragoedia).
Um gleðileikinn segir hann litið eitt, en lofar meiru.