Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 14
16
knýja frara greinilegan fosfórsýruskort í jarðveginum, þar
sem tilraunin er gerð. Sú breyting hefur orðið á síðan til-
raun þessi hófst, að superfosfat varð ófáanlegt, og hefur því
í þess stað verið notað Electrofos síðan 1942, en það er nærri
þrisvar sinnum sterkara en superfosfatið, og því mjög hent-
ugur fosfórsýruáburður við okkar staðhætti. Tilraunin er
gerð hér upp í tvennu lagi, svo samanburður fáist á fosfór-
sýruskortinum fyrstu og síðustu fjögur árin. Uppskeran talin
í 100 kg. heyhestum á ha.:
I II III IV V
Engin SúperTomas Rhen- þri- Vaxtarauki
Ár fosfór- fos- fos- ania- gilt
sýra fat fat fosfat fosfat II III IV V
1938 ......:.. 82.0 79.2 77.2 81.6 80.0 +2.8 -M.8 +0.4 -í-2.0
1939 ............ 72.4 84.4 74.8 76.8 80.4 12.0 2.4 4.4 8.0
1940 ............ 59.2 72.8 67.2 72.4 74.0 13.6 8.0 13.2 14.8
1941 ............ 56.4 68.4 62.4 67.6 67.6 12.0 6.0 11.2 11.2
Meðaltal 4 ára 67.5 76.2 70.4 74.6 75.5 8.7 2.9 7.1 8.0
1942 ............ 76.4 84.0 81.6 85.2 85.6 7.6 5.2 8.8 9.2
1943 ............ 68.8 77.2 76.4 86.8 80.8 8.4 7.6 18.0 12.0
1944 ............ 50.8 75.4 65.1 67.7 70.6 24.6 14.3 16.9 19.8
1945 ............ 59.6 74.0 68.8 74.0 74.8 14.4 9.2 14.4 15.2
Meðaltal 4 ára 63.9 77.7 73.0 78.4 78.0 13.8 9.1 14.5 14.1
Tilraun þessi sýnir, að fosfattegundirnar mega heita jafn-
góðar, miðað við sama efnamagn, að Tómasfosfatinu undan-
skildu, sem er öll árin nokkru lakara. Það veltur því aðeins
á verði fosfórsýrunnar og flutningsskilyrðum, hverja hinna
tegundanna ber að velja, ef allar eru fáanlegar samtímis.
Fosfórsýruskorturinn virðist hafa farið heldur vaxandi
þessi átta ár, en þó engan veginn ört, og verður ekki ennþá
talinn mikill. Virðist svo, sem í því landi, sem tilraunin er
gerð á, sé mikill forði fosfórsýru, sem líklega leysist þó ekki
nógu ört til þess að gefa fullkomna uppskeru. Ekki má
treysta því, að þessi niðurstaða hafi víðtækt gildi.