Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 94
96
Alls voru grafnir 3.264 lengdarm., sem mældust 22.877
rúmm.
Vinnuafköst hafa því orðið að meðaltali:
Dag hvern, sem unnið var að greftri, 226.5 rúmm.
Dag hvern, sem vinna stóð yfir, 126 daga, 181 rúmm.
Kostnaður við vinnuna varð sem hér segir:
Vinnulaun ................... kr. 19.688.80
Olíur........................ - 1.711.35
Vírar........................ - 1.255.00
Annar kostnaður.............. — 1.029.90
Alls kr. 23.685.05
Kostnaður á grafinn rúmmetra kr. 1.04 (103.5 anr.) -þ
leiga fyrir gröfnna, kr. 0.50, alls kr. 1.54.
Enn er ógrafinn nokkur partur af þessum fyrsta skurði,
sem er aðeins einn skurður af mörgum, sem gert er ráð fyrir
að grafa. Verður vinnunni haldið áfram næsta snmar.
V-10. (Cub. A. 4040.)
Búnaðarfélag Norðfjarðarhrepps.
Samsetningu gröfunnar var ekki lokið fyrr en 9. júlí, og
hófst þá vinna að Þrastalundi. Vinnu var hætt 24. nóv.
Unnið var á þessum jörðum: Þrastalundi, Ormsstöðum,
Hofi, Miðbæ efri, Miðbæ neðri og á Skorrastað hjá tveim
bændum. Tveir menn unnu með gröfunni. Framan af var
unnið 13 tíma á dag, en síðar eigi nema 10 tíma. I Þrasta-
lundi og á Ormsstöðum reyndist landið mjög skriðuhlaupið
og grýtt, og því erfitt til graftrar.
Starfstími vélarinnar var 125 virkir dagar. Að greftri var
unnið meira eða minna í 106 daga. Tafir urðu 19 dagar.
7 dagar vegna bilana, en 12 daga féll vinna niður sökum
veikinda og sökum óveðurs.
Alls voru grafnir 4.090 lengdarm., sem mældust 13.851