Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 26
28
þó ekki að vera. Tilraunastöðin var að vísu glæsilegasta við-
fangsefni þess, en með þessari skipun á hagur hennar og
þeirrar hugsjónar, er hún var byggð á, að vera betur tryggð-
ur en nokkru sinni áður, en með þessum samningum hefur
félagið tryggt sér nokkurt árlegt rekstursfé, sem er leigan
eftir stöðina og það er henni fylgir, vextir af sjóðum og
væntanlegur styrkur frá Búnaðarfél. Island. Með þessu er
ekki aðeins tryggð útkoma ársritsins, heldur einnig opnaðir
möguleikar til nýrrar starfsemi á eirui eða öðru sviði. Fjár-
ráðin verða að vísu ekki mikil, en þó rýmri í raun og veru
en meðan félagið varð að einbeita getu sinni til þess eins að
viðhalda tilraunastöðinni og starfsemi hennar, svo sem verið
hefur allan þann tírna, sem ég hefi starfað Iijá félaginu og
vafalaust lengur.
Það er ef til vill of snemmt að leggja nokkra áætlun um
hvernig Ræktunarfélagið geti bezt hagað störfum í fram-
tíðinni en þó skal drepið á eitt eða tvö atriði. Til mála getur
komið að félagið einbeiti sér að útgáfu ársritsins og kosti
kapp um að gera það að sem fullkomnustu og fjölbreyttustu
búnaðarriti. Þetta ætti að vera tiltölulega auðvelt, einkum
vegna þess að ritið getur stuðst við allvænan sjóð þar sem
Æfifélagasjóðurinn er, þótt hann hrökki skammt til að bera
kostnaðinn við útgáfuna eins og nú hagar verðlagi. Þá gæti
líka komið til mála ýmiss konar fræðslustarfsemi í öðru
forrni, fyrirlestrum, myndasýningum eða á annan hátt.
Þá gæti félgaið beitt sér fyrir meiri samtökum í búnaðar-
málum innan norðlendingafjórðungs en verið hefur síðustu
árin. Var hugmyndin sú að félagið yrði tengiliður milli
lmnaðarsambandanna, þegar þau ákvæði voru sett í lög þess
að búnaðarþingsmenn og formenn búnaðarsambandanna í
Norðlendingafjórðungi hefðu fullrúaréttindi á fundum fé-
lagsins, en þessi réttur hefur aðeins verið notaður að mjög
litlu leyti.
Skal nú ekki fleira rakið hér, en óþarfi er að óttast að
verkefni skorti, ef fé og áhugi skortir eigi og vel má vera