Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Qupperneq 98
lol
Tceki til að hreinsa skurði.
Þau voru keypt haustið 1944. Þau hafa enn eigi verið
reynd. Tæki þessi (Side-Dragline) eru skófla af sérstakri
gerð, sem er tengd við aukaarm á venjulegri Cub-skurð-
gröfu. Með útbúnaði þessum getur grafan grafið til hliðar
við sig. Grafan getur t. d. staðið á vegi og grafið upp úr veg-
arskurðinum, en við venjulegan gröft með dragskóflu er
grafan látin standa á skurðstæðinu — í skurðlínunni — og
grafa á eftir sér.
Fjögurra ára yfirlit.
í töflu þeirri, sem hér fer á eftir, er sýnt að nokkru hvað
unnizt hefur á fjórum árum, að því leyti, sem það verður
sýnt með tölum. Ýmislegt er samt að athuga í sambandi við
tölurnar, og þótt þær sýni heildarútkomu þarf að gæta var-
úðar, ef þær eru bornar saman, varðandi mismunandi vinnu-
staði, og einnig að nokkru leyti varðand einstök ár.
I skýrslum hér að framan urn reksturinn 1945, eru nokkr-
ar upplýsingar um staðhætti, þar sem grafið var það ár, og
ef lesnar eru eldri skýrslur um gröftinn, eins og þær hafa
verið birtar í Frey, fást allýtarlegar upplýsingar um flest er
máli skiptir.
Um einstaka dálka töflunnar vil ég taka þetta fram:
Tala vinnudaga er sýnd með tveimur tölum, önnur í svig-
um. Fyrri talan sýnir tölu þeirra daga, sem eitthvað hefir
verið unnið að greftri. Svigatalan sýnir aftur á móti tölu
þeirra daga, sem segja má að grafan hafi verið í rekstri. Mis-
munurinn á þessum tveimur tölum er tala þeirra daga, sem
hafa eyðst að öllu leyti í tafir, s. s. bilanir og viðgerðir,
flutninga milli skurða og vinnustaða o. s. frv. Sé hins vegar
um að ræða tafir sökum veðurs, vatnavaxta, veikinda, frí-
daga og þess háttar, eru þeir dagar ekki taldir með, né
rekstrinum viðkomandi.
Tölurnar, sem sýna meðalgröft á dag, eru á sama hátt