Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 38
40
3. Það er lítill vafi á að landbúnaðarframleiðslan mun
vaxa stórkostlega næsta áratuginn og þótt tilkostnaður lækki
eitthvað, sem getur oltið á ýmsu, þá er nokkurn veginn fyrir-
sjáanlegt, að hún selst ekki nema að nokkru leyti á innlend-
um markaði. Spurningin verður þá, hvort við höfum mark-
aði fyrir offramleiðsluna erlendis og verðum þar samkeppn-
isfærir, eða hvort af því leiðir, að nokkur hluti þeirra, sem
landbúnaðinn stunda, verða þrátt fyrir tæknina að leggja
árar í bát?
Árekstrar milli Búnaðarþings og ríkisvaldsins.
Ég læt nú útrætt um ómerkilegt nart og getsakir þeirra
manna, sem vilja draga í efa hæfni og vilja Búnaðarfélags
íslands og leiðbeinandi landbúnaðarmanna til að leiðbeina
bændum og vinna að eflingu landbúnaðarins, og vík að
ágreiningi þeim, er orðið hefur milli Búnaðarfélags íslands
og ríkisvaldsins í landbúnaðarmálum.
Ég hef vikið að því áður, sem mjög athyglisverðu og alvar-
legu máli, að orðið hefur, með fárra ára millibili, árekstur
milli Búnaðarfélags íslands og ríkisvaldsins. Höfuð orsök
þessa ágreinings virðist vera sú, að Búnaðarfélagið og Bún-
aðarþing hefur leyft sér að hafa aðra skoðun í landbúnaðar-
málum heldur en ráðandi menn meiri hluta Alþingis. Þegar
þess er nú gætt að Búnaðarþing er kosið af öllum bændum
landsins á fullkomlega lýðræðislegan hátt og að Búnaðar-
félag íslands nýtur ráða færustu manna, sem völ er á, um
landbúnaðarmál, þá mætti ætla, að Alþingi og ríkisstjórn
fylgdi þeirri meginreglu að setja ekki þýðingarmikil land-
búnaðarlög í trássi við Búnaðarfélagið og Búnaðarþing og
að þeim forspurðum. Mörgum munu enn í fersku minni
æsingar þær og átök, sem urðu þegar þáverandi stjórnar-
meirihluti á Alþingi breytti jarðræktarlögunum og setti
meðal annars inn í þau ákvæði, er vörðuðu Búnaðarfélag
íslands miklu, án þess að hafa um það samráð við Búnaðar-