Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 181
185
Skýrt var frá því á stjórnarfundi í marz 1934, að væntan-
legur væri styrkur frá Búnaðarfélagi íslands til Búnaðarsam-
bands Eyjafjarðar, og ætti að verja honum til búnaðarfram-
fara á félagssvæðinu, svo sem styrk til hænsnaræktar, leið-
beininga í garðrækt, til námsskeiða í matreiðslu garðávaxta
o. s. frv. — Á aukafundi í s. m. var samþykkt að athuga
möguleika um að koma upp kartöflugeymslu fyrir félagið,
„með tilliti til styrks frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar."
Á sama fundi gat formaður þess, að ef félagsmenn vantaði
útsæði, myndu þeir geta notið styrks frá Búnaðarsambandi
Eyjafjarðar til útsæðiskaupa.
Aðalfundur 1934 samþykkti að láta þegar um vorið reisa
kartöflukjallara, er rúmi minnst 150 tn. af garðávöxtum, ef
til þess fengist styrkur, eigi undir i/3 stofnkostnaðar, og
tryggja félaginu framtíðarréttindi til þeirrar lóðar, þar sem
kjallarinn verður reistur. Ennfremur var samþ. að afla
hlutafjár til byggingarinnar og tryggja hluthöfum rétt til
geymslu á 12 tn. af kartöflum gegn hverjum 100 kr., er þeir
leggja til sem stofnfé; þó sé engum heimiluð geymsla á er-
lendurn garðávötum, nema þegar húsrými er ekki „upptek-
ið" af innlendum.
Sernja skal reglur um starfrækslu kjallarans og sjá um
rekstur hans til næsta aðalfundar.
Fundurinn heimilar stjórninni að greiða úr sjóði félagsins
allt að i/3 stofnkostnaðar.
Samþykkt var á aðalfundi 1934, að félagið skyldi hafa
rétt til að innleysa hlutaféð í kartöflugeymslunni, þegar það
óskar. — Olafur Jónsson flutti á fundinum erindi um kart-
öflurækt og meðferð á kartöflum.
Á aukafundi í árslok 1934 er lesið upp bréf frá Pálma
Einarssyni um innstæðu félagsins í verkfærasjóði, og livatti
formaður félagsins til þess að senda pantanir á verkfærum
til sín sem fyrst.
Aðalfundur 1935 samþykkir, að keyptur verði 1 áburðar-
dreifari fyrir tilbúinu áburð, ef styrkur fáist til þess úr Verk-