Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Page 92
94
Vélin var flutt tvívegis vegna hallaskila á aðalskurðinum.
Tveir menn unnu að jafnaði með gröfunni 10—12 tíma á
dag, en mannaskipti urðu til tafa sökum veikinda og af öðr-
um ástæðum. Þá valt grafan einu sinni ofan í skurðinn og
varð að því 5 daga töf.
Starfstími vélarinnar varð alls 143 virkir dagar, en að
greftri var unnið í 107 daga.
Þessar tafir námu 36 dögum:
Bilanir................................ 12 dagar
Flutningur ............................. 6 dagar
(Tafir, vegna veikinda og mannaskipta 8 dagar)
Vélin féll í skurðinn................... 5 dagar
(Frí ................................... 5 dagar)
Alls voru grafnir 4.575 lengdarmetrar, sem mældust
19.422 rtimm.
Vinnuafköst hafa því orðið að meðaltali:
Dag hvern, sem unnið var að greftri, 181.5 rúmm.
Dag hvern, sem vinna stóð yfir, 130 daga, 149 rúmm.
Kostnaður við vinnuna varð sem hér segir:
1. Vinnulaun ................ kr. 25.340.80
2. Olíur ................... . .. - 2.401.10
3. Vírar .................... — 850.00
4. Annar kostnaður .......... — 907.85
Alls kr. 29.499.75
Kostnaður á grafinn rúmm. kr. 1.52 + leiga eftir gröfuna,
kr. 0.50, alls kr. 2.02.
Um Ys af aðalskurðinum fram Tungusveitina eru enn
ógrafnir, og verður því verki haldið áfram næsta sumar.
Eins og áður er sagt verður ruðningurinn úr skurðinum
notaður sem undirbygging að vegi, það sem hann nær. Víð-
ast hvar verður hann nægilegur til þess, þar sem um 4.25