Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 100
103
illar fyrirgreiðslu landeigenda. í Svarfaðardal kostar gröftur-
inn 65 aura rúmm., en í Innri-Akraneshreppi kr. 1.08. Mér
er ljóst, að þennan mikla mun verður að mjög verulegu leyti
að rekja til ástæðna, sem eru 3ja manna fyrirkomulaginu ó-
viðkomandi. Á báðum stöðum eru úrvalsmenn að verki og
vel æfðir, en það er enginn vafi á því, að kostnaður á rúmm.
hefði orðið töluvert lægri en hann varð á Akranesi, ef ekki
hefðu verið nema 2 menn við gröfuna, og þeir sloppið við
aðdrætti og fyrirstungu. Að sjálfsögðu hefðu afköstin einnig
orðið minni, en áreiðanl. ekki í hlutfalli við lægri tilkostnað.
Á tveimur stöðurn á það við, að mæling skurðanna er
vafalaust ónákvæm, og sennilegt að grafið hafi verið all-
miklu meira rúmmál, en mælingar sýna.
Sumarifð 1944 kostar kr. 1.25 að grafa rúmm. í Staðar-
hyggð, en 75 aura árið áður og 84 aura 1945. Þetta ósamræmi
stafar vafalaust mest af því, að 1944 er grafið gegnum mesta
foræðið í mýrunum, og þar seig skurðurinn svo ört og
mikið saman, að mælingin gefur alls ekki rétta hugmynd
um verkið, er unnið var, né afköstin. Hið sama á sér einnig
stað í Þinginu 1945. Á báðum þessum stöðum liafa verið
ræstar fram foræðismýrar við mjög erfiðar aðstæður. Er
fljótsagf, að það er alveg með ólíkindum, að þetta skuli hafa
tekizt jafn vel og raun er á orðin. Mun fátítt erlendis, að
unnið sé að svo erfiðum verkefnum með skurðgröfum af
þessari gerð og stærð. Þær eru frekar ætlaðar til þess að ræsa
fram land, sem hæft er til venjulegrar þurrlendisræktunar,
og til þess hafa þær verið valdar og keyptar hingað til lands.
Er því mest að marka þann árangur, sem náðst hefur við
slíkar framkvæmdir, og mest um hann vert.
Á 4 árum er búið að grafa 114 kílómetra af skurðum, sem
eru yfir 1/cj miljón rúmmetrar. Það er „tilraun“, sem ekki er
hægt að ganga framhjá sem ómerkri. Erfiðleikar hafa komið
í ljós, sumum var búizt við, aðrir óvæntir, á þeim flestum
hefur verið sigrazt, og engir þeirra hafa kippt fótum undan
framkvæmdunum.