Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 144
148
urinn, sem ferðaðist um Eyjafjörð sumarið 1839 til náttúru-
fræðilegra athugana, segir, að garðar Levers í Búðargili
bregðist aldrei og gefi af sér 200 tn. á ári. Árið 1852 fengust
686 tn. af jarðeplum, auk annarra garðjurta, á Akureyri.
700 tn. fengust þar árið 1857, og segir „Norðri“, að uppsker-
an hafi þó aðeins verið talin í meðallagi þetta sumar.
„Fróði“ segir, að jarðeplauppskeran á Akureyri hafi ver-
ið 550 tn. árið 1880.
Lever hlaut maklega viðurkenningu fyrir brautryðjanda-
starf sitt á sviði jarðeplaræktarinnar, er hann fékk stóra
verðlaunapeninginn úr silfri árið 1812.
Stefán amtmaður Thorarensen var og áhugamaður mikill
um jarðyrkju, jarðeplarækt og búskap yfirleitt. Gaf hann út
bækling um garðyrkju: „Stutt og einföld ávísun á bændur í
íslands Norður- og Austuramti um fáeirna fyrir því hentug-
ustu matjurtarækt". Khöfn 1816. Fyrstur varð hann einnig
til að beita sér fyrir stofnun styrktarsjóðs til búnaðarbóta
(Búnaðarsjóður Norðuramtsins 1805).
Búnaðarfélagsskapur í Eyjafirði er ekki gamall. Pétur
amtmaður Havstein ritar umburðarbréf til allra hreppstjóra
í Norðuramtinu vorið 1863 um samtök til búnaðarframfara.
Einmitt þetta vor var stofnað jarðarbótafélag í Hörgárdal á
sumardaginn fyrsta. Eggert Gunnarsson, er síðar varð um-
boðsmaður, var forustumaður um stofnun félagsins, og var
hann þá amtsskrifari, en það lagðist síðan niður. Búnaðar-
félögin elztu í Eyjafjarðarsýslu voru stofnuð á 9. tugi aldar-
innar (elzta í Arnarneshreppi — 1880 — og yngsta í Skriðu-
hreppi — 1895). En árið þar á eftir var Jarðræktarfélag Ak-
ureyrar stofnað, og skal nú vikið nánar að stofnun þess og
starfi.
Tildrög.
Eins og fyrr segir, stunduðu Akureyringar jarðeplarækt
af áhuga og dugnaði allt frá þeim tíma, er Lever hóf hana í
byrjun 19. aldar. Sagt hefir verið frá uppskeru fram til ársins