Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 170
174
kosti 25 dagsverk að jarðabótum, og 5) tryggja lánið með
fullnægjandi veði. Landeign þá, sem unnið er að, má taka
að veði.
4. gr. Lánið má aðeins veita til jarðabóta eða til annarra
framkvæmda til eflingar jarðræktinni, og má lánið eigi vera
hærra en svo, að nemi 1 krónu fyrir hvert dagsverk, sem
unnið verður. Lánið útborgast eigi fyrr en verkinu er lokið.
5. gr. Lántaki borgar 5% í ársleigu af láninu, og lánið
endurborgist með jöfnum afborgunum á 4 árum. Vextir, að
frádregnum kostnaði, leggist við böfuðstólinn. Ef einhver,
sem skuldar sjóðnum, hættir að vera félagi Jarðræktarfélags-
ins, verður hann samstundis að greiða skuld sína við sjóðinn
að fullu.
6. gx. Reglugerð þessari verður aðeins breytt á aðalfundi
Jarðræktarfélags Akureyrar, ef i/ mættra félagsmanna sam-
þykkja.
A aðalfundi 1913 var frarn lögð jarðabótaskýrsla fyrir árið
1912. Unnin dagsverk alls 1062.2. Nú greiddir 12 aurar á
dagsverk. Mestur jarðabótamaður í félaginu 1912 var Sigur-
jón Friðbjarnarson (222,5 dv.), Pálmi Jónsson frá Æsustöð-
um með 158,6 dv., Erlingur Friðjónsson 86,7 dv., Sveinn
Sigurjónsson 75,6 og Þórður Thorarensen með 72,2 dags-
verk. Jarðabætur 1913 voru mjög litlar. Dagsverkatala 557.
Mestur jarðabótamaður þá Stefán skólameistari (111,8 dv.)
Sigurður Sigurðsson (82 dv.) og Sigurður Einarsson dýra-
læknir með 69 dv.
Á öndverðu ári 1915 ganga þeir í félagið Hallgrímur
Kristinsson, kaupfélagsstjóri, og Gunnlaugur ökum. Gunn-
laugsson. Tveimnr utanbæjarmönnum einnig viðtaka veitt
í félagið: Magnúsi Sigurðssyni á Grund og Jóni Guðlaugs-
syni í Hvammi.
Samkvæmt upplesinni jarðabótaskýrslu unnin 1545,4 dv.
jarðabóta fyrir árið 1914. Mestur jarðabótamaður Jón Guð-
laugsson í Hvammi (333 dv.), Hallgrímur Kristinsson með