Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 191
mjög lágt og sömuleiðis kartöflukjallari. Af fyrrnefndri
upphæð er í sjóði kr. 2159.13.
Þessi eru verkfæri í eigu félagsins:
Áburðardreifari fyrir útl. áburð, skarndreifari, 2 plógar,
Hankmoherfi, diskaherfi, 3 valtarar, hestareka, skurðpáll,
brennijárn, sauðfjárbaðker, steypumót, tugavog og lóð,
kartöfluskófla og uppsláttartimbur. — Auk þess á félagið
skúr við Þórunnarstræti, þar sem verkfærin eru geymd, og
kartöflukjallara.
Hvað er fram undan?
Það má vafalaust telja, að jarðrækt og búfjárhald fari vax-
andi á komandi tíma í Akureyrarkaupstað. Mér þykir senni-
legt, að stjórn bæjarins vakni fyrr en síðar til meðvitundar
um nauðsyn þess að fullgera Leirugarðinn og tryggja bæn-
um þann veg þúsundir hesta af töðugæfu heyi á hólmunum
innan við hann. Enn er og talsvert af ræktanlegu landi, sem
bærinn á og enn hefir ekki verið brotið. Og í þriðja lagi eru
líkur til, að bærinn fái til kaups, er stundir líða, mestalla
Kræklingahlíðina og land allt til sjávar, og geri það að sam-
felldu túni og görðum.
Það fer ekki hjá því, að Jarðræktarfélag Akureyrar á mik-
ið hlutverk fyrir höndum.
Stjórn þess skipa nú: Ármann Dalmannsson, ráðsmaður
(form.), Þorsteinn Davíðsson, sútunarmeistari (skrifari) og
Jón G. Guðmann, bóndi á Skarði (gjaldkeri).
Þeir hefja starfið með nýrri, hálfri öld.1)
Ri vnleifur Tobiasson.
1) Formaður félagsins tók saman skýrslurnar, og Ólafur Jónsson gaf mér
ýmsar bendingar. — B. T.