Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Síða 47
49
landbúnaðarráðherra, 25 menn, svokallað Búnaðarráð, til
að annast verðskráningu landbúnaðarvara. Þetta atferli hef-
ur verið réttlætt með því, að tíminn hafi verið svo mjög
hlaupinn, að ógerlegt hafi verið að bíða eftir því, hversu
tækist með stofnun stéttasambandsins, en sú afsökun verður
ekki tekin alvarlega. Hitt mun sanni nær, að ríkisstjórnin
ætlaði aldrei að fela stéttarsamtökum bænda þessi mál, sem
sjá má gleggst á því, að þegar eftir stofnun stéttasambandsins
snerist stjórnarliðið allt gegn því með aðkasti og brigslyrð-
um og eins mundi hafa orðið, þótt allt hefði gengið eftir
kokkabók sunnanmannanna, en annars hlaut frumhlaup
þeirra að vera stjórnarliðinu mjög kærkomið, því það sýndi,
að skjaldborg bændanna um félagssamtök sín var rofin.
Ég dreg þessa skoðun mína einkum af tvennu. Það er
nokkurn veginn víst, að ríkisstjórnin hafði gengið frá bún-
aðarráðslögunum í meginatriðum, löngu áður en þau voru
útgefin, og er játað af stjórninni, að hún hafi ekki, eins og
á stóð, talið sér fært að afhenda verðskráninguna öðrum að-
ilum en þeim, er hún sjálf ákvæði. Ennfremur hefur eini
bóndinn á þingi, sem styður stjórnina, og sem ætla má að
hafi verið með í ráðum um setningu bráðabirgðalaganna,
lýst því yfir, að hann telji stéttasamtök bænda nokkurs konar
villutrú, er aðeins hæfði „pólitískt“ vanþroskuðu fólki (ísa-
fold og Vörður 9. jan. 1946).
Það er rétt eins og þennan bónda og þingmann hafi dagað
uppi, og þróun síðustu áratuga farið fram hjá honum. Hann
virðist ekki sjá, að svo að segja allar stéttir landsins hafa
stofnað hagsmunasamtök, beitt þeim óvægilega og af litlum
skilningi og fengið ýmis konar lögverndun. Bændastéttin
verður að gera slíkt hið sama, hvort sem stéttabaráttan er
æskileg eða eigi. Hún verður að treysta sín hagsmunasamtök
í varnarskyni, til þess að verða ekki vanmetin og fótumtroð-
in. Þeir, sem telja stéttasamtök villutrú, ættu að beina geiri
sínum gegn þeim, er leitt hafa asnann í herbúðirnar, en ekki
gegn bændum, er síðastir allra stétta hefjast handa um að
4