Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 24
26
Annað, sem nokkuð hefur bagað, er það, að stöðugt, bæði
vor og haust, hefur orðið að skifta um menn við mjaltirnar.
Hefur orðið að taka óvana menn í hvert sinn og kenna þeim
að mjólka, en sú leiða venja þróast hér, að þeir, sem ráða sig
til landbúnaðarstarfa fyrir fullt kaup, telja sig, margir
hverjir, eigi skylda til að kunna algengustu landbúnaðar-
störf. Ekki er ég í nokkrum vafa um, að af þessu hefur kúa-
búið beðið mikið tjón, þó eigi sé hægt að telja það í tölum.
há skal þess getið, að Þorsteinn Hallason, sem séð hefur
um fjósið í mörg ár, hvarf frá því starfi síðastlðið vor. Hafði
hann rækt þetta starf með mestu trúmennsku og kann félag-
ið honum þakkir fyrir langa og dygga þjónustu. Við starfinu
tók Kristdór Vigfússon og hefur farið það mjög vel úr hendi.
V. Framkvæmdir og f járhagur.
Framkvæmdir eru litlar þessi árin, og má helzt telja þær,
sem snerta súgþurrkunina. Ennfremur má geta þess, að
steypt var gólf í verkfærageymsluna. Sáð var grasfræi í ca.
H/2 ha.
Þess má geta, að keyptur var lítill bíll á síðastliðnu vori,
„Jepp“, og notaður við ýmiss konar akstur vegna stöðvarinn-
ar, meðal annars til þess að aka heyinu af túninu og reyndist
hann ágætlega, en all dýr varð bíllinn í rekstri, þurfti tals-
verðra aðgerða og reyndist meira slitinn og verr með farinn
heldur en ráð var fyrir gert, en verðið óhæfilega hátt. Nú er
í undirbúningi að fá á næsta ári mjaltavélar og litla dráttar-
vél. Ennfremur nýjan bíl, sé þess kostur, en selja hinn. Þetta
kostar allt mikið fé, en vélar virðast tákn tímanna og einn
óvalinn kaupamaður kostar sumarlangt álíka mikið og
,,Farmal“ dráttarvél með sláttuútbúnaði.
Reikningslega hefur hagurinn verið batnandi þessi árin,
en aðallega er það lausafé, sem hefur vaxið, en viðhald ýmis-
legt ófullnægjandi, og er lausafé ótrúlega fljótt að eyðast, ef
eitthvað teljandi á að gera til viðhalds eða endurbóta, og